Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Side 100
1958
98 —
antibiotica á stundum. HeymæSi: 3
sjúklingar. VirSist í sveitunum vera
hinn venjulegi undanfari lungnaþans-
ins.
Reykhóla. Empliysema pulmonum 2.
Þingeyrar. Broncliitis acuta v. chro-
nica 14.
Hvammstanga. Emphysema pulmon-
um: Nokkrir karlmenn eru á örorku-
lífeyri vegna sjúkdómsins og vinnu-
geta þeirra litil.
Blönduós. Emphysema pulmonum
hafa tveir gamlir bændur, en auk þess
ungur bóndi. Hjá öllum mun upphaf-
lega hafa verið um heymæði að ræða.
Raufarhafnar. Bronchiectasia: Kona
um fimmtugt búin að hafa einkenni
um bronchiectasia í ca. 10 ár og ver-
ið staðfest við rannsókn. Líður vel.
Þórshafnar. Emphysema pulmonum
2 (heymæði).
Vopnafj. Emphysema 2.
Nes. Bronchiectasia: Ung kona var
skorin erlendis fyrir nokkrum árum
við þessum sjúkdómi, að þvi er virtist
með allgóðum árangri, en nú virðist
sjúkdómurinn greinilega vera að fær-
ast í aukana á ný.
Hellu. Abscessus pulmonis: 12 ára
gömul stúlka send í Landsspítalann
vegna langvarandi hita og einkenna
um bólgu í vinstra lunga. Beyndist
allur neðri lobus eitt holrúm (cysta),
svo að gera varð resectio multiseg-
mentalis.
Laugarás. Bronchiectasia 1, empliy-
sema pulmonum 4.
19. Ýmsir sjúkdómar.
Kleppjárnsreykja. Intoxicatio 2.
Hellu. Collagenosis: 45 ára gamall
bóndi hafði um 5 ára skeið kennt
verkja og stirðleika öðru hverju í út-
limavöðvum, samfara rýrnun og skerð-
ingu krafta. Einnig hafði borið á bólgu
í ökla- og fingurliðum. í desember-
mánuði 1957 sendi ég hann til Reykja-
vikur til nánari rannsóknar, enda var
liann þá óvinnufær með öllu og tæp-
ast rólfær. Sjúkdómsgreining Lands-
spítalans var dermatomyositis. Á önd-
verðu ári, skömmu eftir að hann kom
heim, fór hann að fá hitaköst, sem
stóðu í 2—3 daga i senn og komu á
vikufresti eða svo. Brátt fór að bera
á sívaxandi mæði. Snemma í apríl
gerði ég fyrir forvitni sakir tilraun
með L.E. svörun. Sáust þá typiskar
,,rósettur“ á við og dreif í prepara-
tinu og greinileg nucleolysis. Seint í
maimánuði var ég kvaddur til hans.
Hann var þá rúmfastur og þoldi illa
að hreyfa sig fyrir mæði. Klinisk ein-
kenni um exudat yfir vinstra lunga.
Kvartaði um tachycardi-köst og stöku
sinnum kloniska krampakippi i útlim-
um. Við komu á Landsspitalann reynd-
ist hann vera með haemothorax sin.
samfara mikilli anaemia. L. E. frumur
fundust þó ekki, en kreatin-próf á
þvagi var neikvætt. Sjúklingnum batn-
aði furðu fljótt í sjúkrahúsinu. Eftir
að hann kom heim, fékk hann um
lirið að staðaldri corticosteroiða og
antimalarialyf. Styrktist smám saman
svo, að hann varð vinnufær.
D. Skýrsla skólayfirlæknis
um skólaeftirlit
og kvilla skólabarna.
Tafla X.
Á árinu var tekið að framkvæma
hina nýju löggjöf um heilsuvernd í
skólum (lög nr. 61 8. júní 1957 og
reglugerð nr. 214 22. janúar 1958).
Löggjöfin miðar m. a. að því, að haft
verði jafnara eftirlit með nemendum
yfir veturinn en verið hefur, og lúta
að þessu einkum ákvæði um gæzlu-
nemendur og um eftirlit kennara.
Skólayfirlæknir gaf út sérstök eyðu-
blöð til afnota við eftirlitið: skoðunar-
seðil, sem nota skal i öllum skólum,
heilsufarsseðil, sem einkum er ætl-
aður til notkunar í kaupstöðum, og
skýrslu kennara til skólalæknis, sem
sömuleiðis er ætluð til afnota i kaup-
stöðum. (Sjá um þetta, svo og eftir-
litið að öðru leyti, Löggjöf og leiðbein-
ingar um skólaeftirlit. Gefið út af
skólayfirlækni. Reykjavík 1961). Land-
læknir gaf jafnframt út nýtt eyðublað,
er heitir Skýrsla héraðslæknis (skóla-
læknis) um skólaeftirlit. Samkvæmt
henni ber skólalæknum ekki að til-