Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Qupperneq 148
1958
— 146 —
og er sýnilegt, að hnífnum hefur
verið kippt nokkuð út og hann
síðan rekinn aftur í gegnum æð-
ina. Þessar stungur í gegnum
lunga og hryggæð liafa fljótt vald-
ið bana með fossandi blæðingum.
12. 3. marz. Óskirt meybarn, 7 món-
aða. Fannst látið i vöggu sinni að
morgni dags. Margir i fjölskyld-
unni höfðu haft niðurgang undan-
farna daga, en barnið ekki. Á-
lyktun: Við lcrufningu fannst lint
miiti og mikið af bakteríum í þvi,
sem reyndust vera hemolytiskir
streptokokkar. Lítils háttar bein-
kramareinkenni fundust hjá barn-
inu. Dánarorsökin virðist hafa
verið blóðeitrun af völdum hemo-
lytiskra streptokokka.
13. 17. marz. B. B.-dóttir, 69 óra.
Veiktist skyndilega á gangi í
Reykjavík og lézt innan stundar.
Margir hafa orðið bráðkvaddir i
ætt þessarar konu. Ályktun: Við
krufninguna fannst mjög stækkað
hjarta, og sérstaklega var vinstra
afturliólf mikið stækkað og með
mjög þykkum vegg. Af útliti hjart-
ans virtist mega ráða, að konan
liafi liaft mjög hækkaðan blóð-
þrýsting, og lítur út fyrir, að
hjartað hafi skyndilega gefizt upp
vegna þeirrar mótstöðu, sem það
hefur orðið að yfirvinna.
14. 20. marz. Þ. J.-son, 63 óra, verka-
maður, Reykjavik. Fór inn á sal-
erni í gegnum rúðulausan glugga,
þar sem hann var að vinna.
Nokkru seinna heyrðist dynkur á
salerninu. Er að var komið, lá
maðurinn örendur á gólfinu. Á-
lyktun: Við krufninguna fannst 4
cm löng sprunga á meginæðinni,
rétt fyrir ofan þar sem hún kcm-
ur úr hjartanu, og hafði blóðið
fossað inn í gollurshús og valdið
bráðum dauða. Orsökin hefur ver-
ið sjúkdómur (medianecrosis) í
vegg meginæðarinnar, sem eyði-
leggur vegginn, svo að tiltölulega
litla blóðþrýstingshækkun hefur
þurft til að sprengja æðavegginn.
15. 12. apríl. H. P.-son, 59 ára, verka-
maður, Reykjavík. Fannst látinn
í ibúð sinni. Ályktun: Við krufn-
inguna fannst mikil kölkun og
stífla í vinstri kransæð, og, að þvi
er virðist, fersk æðastífla í hægri
kransæð, sem virtist hafa orðið
manninum að bana.
16. 16. apríl. M. J.-dóttir, 61 árs. Er
konan var að ganga út úr strætis-
vagni, festust föt hennar í dyrun-
um, er þeim var lokað, og dróst
konan langa leið og slengdist
undir bílinn. Fannst slösuð á veg-
inum, án þess að bílstjórinn hefði
hugmynd um. Dó nóttina eftir.
Ályktun: Við krufninguna fund-
ust miklar blæðingar í grindar-
holinu og út frá því. Stöfuðu þær
frá 2 miklum brotum, öðru á
hægra skammbeini, sem var þver-
brotið yfir, og hinu á vinstra þjó-
beini (os ischii), sem einnig var
þverbrotið yfir, og hafði blætt
mjög mikið frá þessum brotum.
Banameinið hefur verið hin miklu
beinbrot og blæðingar út frá
þeim, svo að konan hefur fengið
lost og dáið.
17. 9. mai. S. S.-son, 44 ára, málari.
Var mjög drykkfelldur, og eftir 16
, daga samfellda drykkju var hann
látinn í sjúkrahús, þá með gulu
og rænulítill. Dó þar eftir 8 daga.
Ekkert þvag kom frá honum allan
tímann, sem hann lá þar. Hann
hafði hækkaðan blóðþrýsting, og
blæddi frá munni og nefi. Álykt-
un: Við krufninguna fannst bólga
og sár i vélindi, blóð í maga, út-
breidd smádrep í lifur og miklar
blæðingar i nýrnagöngunum. AIl-
ar þessar breytingar, einkum i
lifrinni, koma heim við það, að
maðurinn hafi drukkið tetraklór-
kolefni eða eitthvert þvi náskylt
efni. Slik efni eru einkum í svo-
kölluðu blettavatni, þar sem þau
eru vel fallin til hreinsunar. Er
sennilegast, að maðurinn hafi náð
i flösku af blettavatni og drukkið
meira eða minna úr henni.
18. 12. maí. Ó. B.-son, 41 árs, skrif-
stofumaður, Reykjavík. Hafði
fundið til fyrir hjarta um alllangt
skeið, mæddist mikið, ef hann
þurfti nokkuð að ganga, og fékk
verk fyrir hjartað. Ályktun: Við