Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Side 95
— 93 —
1958
Blönduós. Furunculosis var skráð
26 sinnum, og var eitt tilfellið svo illt
viðfangs, að sendur var gröftur úr
kýli til að fá autovaccin, og dugði
það.
Sauðárkróks. 3 tilfelli á farsóttaskrá.
Hofsós. Alls fékk ég til meðferðar 37
ígerðir á árinu. Auk þess lymphangitis
1, hordeolum 2, sepsis eftir tanndrátt
1, granuloma pyogenicum 2. Síðast
nefndan sjúkdóm hef ég ekki séð hér
fyrr. Bæði þessi tilfelli komu fyrir í
sláturtíðinni. Tvær igerðir ætluðu að
reynast mér erfiðar viðfangs. Var ann-
að panaritium i fingurgómi þumal-
fingurs á 5 ára stúlkubarni. Gerði ég
i fyrstu litla incisio til að forða sjúk-
lingnum frá stóru öri. Eftir langa og
harða viðureign varð ég að lokum að
gera mjög róttæka incisio (fish-
mouth), og hlaut barnið af ljótt de-
formitas, en hélt þó fingrinum. Hitt
var stór carbunculus á balci ofarlega.
Hlaut sjúklingurinn mikinn holdinissi,
og tók 6 mánuði að holdfyllast og
skinnga, þrátt fyrir sæmilega og vel
heppnaða transplantatio.
Ólafsfj. Kýli 14, fingurmein 5, gra-
nuloma 2.
Grenivikur. Kýli 13, fingurmein 9,
ekkert slæmt, ígerðir 9, lymphangitis
5. 5 sjúklingar með granuloma, flestir
skömmu eftir sláturtið.
Breiðumýrar. Granuloma: Alltaf
noklcur tilfelli árlega, bundin við árs-
tíðir, og þó öllu heldur vinnu, sem
er framkvæmd á vissum árstímum,
sem sé rúning og sláturstörf. Causti-
cum chromi triox. gefst mjög vel.
t>órshafnar. Mikið er um smáígerðir,
kýli og fingurmein, einkum á sjómönn-
um og þeim, sem vinna við fiskverk-
nn. Áberandi eru og óheilindi i húð
í sláturtiðinni. Granuloma: 2 tilfelli i
sláturtíðinni.
Vopnafj. Panaritium 9, subepider-
male, subunguale, parunguale 8.
Furunculus 23, abscessus 1, lymphan-
gitis 4, adenitis 2, granuloma 6, in-
flammatio praeputii 2, mastitis 1.
Laugarás. Furunculus, abscessus 59,
Panaritium 11.
Keflavíkur. Granuloma: 1 tilfelli á
farsóttaskrá.
10. Kvensjúkdómar.
Kleppjárnsreykja. Retroversio uteri
2, dysmenorrhoea 10, parametritis 3,
placenta praevia 2.
Þingeyrar. Metrorrliagia 1, galacto-
oophoritis 1.
Blönduós. Cystadenoma ovarii hafði
42 ára gömul kona, og var það numið
burt. Fybromyomata höfðu 2 konur á
fimmtugsaldri, og var legið tekið úr
báðum.
Grenivikur. Cystis ovarii: 1 tilfelli.
Tekin á Landsspítalanum.
Vopnafj. Dysmenorrhoea 3, prolap-
sus uteri 1.
11. Meltingarfærasjúkdómar.
Kleppjárnsreykja. Cholecystitis 1,
colitis 19, dyspepsia 2, gastritis 10,
appendicitis acuta 12, chronica 2,
haemorrhoides 5, hernia 4.
Búðardals. Appendicitis acuta: 9
sjúklingar sendir á sjúkrahús, þar af
3 utanhéraðs. 8 þeirra voru sendir í
kasti, og voru allir skornir strax nema
einn, sem var með abscess, en hann
var skorinn síðar. 1 sjúklingur sendur
að liðnu kasti, auk tveggja slíkra, sem
mér varð síðar kunnugt um, að skorn-
ir hefðu verið að liðnu kasti. Botn-
langinn mun hafa verið bólginn í öll-
um þessum tilfellum. Cliolelithiasis:
Sjötugur maður féklc akút kast, en að
því liðnu var hann sendur suður til
aðgerðar. Colitis 1, spastica 4, gastri-
tis 7. Gastrorrhagia: Ungur utanhér-
aðsmaður fékk skyndilega mikla maga-
blæðingu, eftir að hafa fengið sér neð-
an í því um helgi. Var hann fluttur
sein skjótast á sjúkrahús. Haemorrhoi-
des 3. Hernia inguinalis: 1 tilfelli, sent
til aðgerðar. Proctitis haemorrhagica
1, ulcus ventriculi 1.
Reykhóla. Appendicitis: 2 sjúkling-
ar. Báðir sendir suður til operationar.
Colitis chronica 3. Dyspepsia: Ber
mikið á þeim kvilla, sennilega vegna
þess, að fólk etur hér mest saltan og
reyktan mat. Hernia: 3 karlmenn, þar
af 2 slcornir i haust.
Flateyjar. Cholecystopatliia 1.