Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 134
1958
132
tíma, annaðhvort á barnaheimilum
eða einkaheimilum hér í bœ eða í
sveitum. Hjá nefndinni voru bókuð
375 afbrot hjá 190 börnum. Er hér
um mikla lœkkun að ræða frá
fyrra ári (þá 603 afbrot, 348 börn),
og stafar hún að miklu leyti af
breyttum starfsháttum nefndarinnar,
en þó virðist vera um nokkra raun-
verulega lækkun að ræða. Á sumar-
dvalarheimilum, sem Reykjavíkur-
aeild Rauðakross íslands rekur að
Laugarási í Biskupstungum og að Sil-
ungapolli, dvöldust 180 börn í 2 mán-
uði. Enn fremur dvöldust 80 börn á
sumardvalarheimili Vorboðans i Rauð-
hólum. Samkvæmt upplýsingum kven-
lögreglunnar hefur hún á árinu haft
afskipti af 68 stúlkum, 16 ára og
yngri, vegna útivistar, lauslætis, þjófn-
aðar eða áfengisneyzlu.
Akranes. Dagheimili fyrir börn var
rekið mánuðina júlí—-ágúst á vegum
kvenfélagsins og með styrk bæjarins.
Akureyrar. Barnaheimilið Pálmholt
starfaði með sama hætti og árið 1957,
frá 15. júni til 15. september. Á heim-
ilinu voru 65—70 börn á aldrinum 3
—5 úra frá kl. 9 árdegis til kl. 6 síð-
degis. Starfsfólkið 1 forstöðukona, 3
íóstrur og 2 eldhússtúlkur.
Vestmannaeyja. Verkakvennafélagið
Snót rak í samráði við barnaverndar-
nefnd og með tilstyrk frá riki og bæ
dagheimili fyrir börn yfir sumarið.
Bærinn keypti á árinu tveggja hæða
hús, sem ætlað er fyrir barnaheimili,
og standa nú yfir breytingar á hús-
inu til þeirra nota. Á dagheimili
verkakvennafélagsins Snótar dvöldust
54 börn yfir sumarmánuðina.
Hajnarf]. Sumardvalarheimilið
Glaumbær var rekið með sama hætti
og árið áður. Þar dvöldust 25 börn i
tvo mánuði. Dagheimili fyrir börn er
rekið hér allt árið.
F. Fávitahæli.
Hluti hinnar nýju deildar Fávita-
liælisins i Kópavogi var tekinn í not-
kun 17. júli þ. á., og er sá hluti fyrir
32 sjúklinga. Um sama leyti, eða 16.
júlí þ. á., var fávitahælið að Klepp-
járnsreykjum lagt niður og allir sjúk-
lingar þaðan fluttir i Ivópavogshælið,
svo að hin nýja deild þar var strax
fullskipuð. Þessi ráðstöfun hefur því
lítið sem ekkert bætt úr sjúkrarúma-
þörf fyrir fávita, en það hefur sem
kunnugt er verið mjög aðkallandi
vandamál undanfarin ár.
G. Elliheimili, þurfamannahæli o. fl.
Rvik. í Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund dvöldust í árslok 336 vistmenn,
247 konur og 89 karlar. Á árinu komu
samtals 117 konur og 39 karlar, en 38
fóru, 23 konur og 15 karlar. Á árinu
dóu 79, 57 konur og 22 karlar.
Blönduús. Ellideild héraðsspítalans
fullásett, en nokkrir vistmenn utan-
héraðsfólk. Að jafnaði eru þeir ekki
nema 15—16, þótt hægt sé að koma
þar fyrir 20—30. Á flestum tvíbýlis-
herbergjum er ekki nema einn vist-
maður, og gildir það einkum um
gömlu konurnar, sem hafa nokkuð af
húsmunum og kunna því illa að fá
ekki að vera út af fyrir sig. Tel ég
heppilegt að þrengja ekki um of að
þeim.
Aknreyrar. Skipuð hefur verið
nefnd af bæjarstjórninni til að undir-
búa byggingu ellilieimilis hér i bæn-
um, en málið er á algeru undirbún-
ingsstigi enn þá og engar framkvæmd-
ir hafnar. Elliheimilið í Skjaldarvík
starfar með sama hætti og áður og er
alltaf fullsetið.
Vestmannaeyja. Starfræksla elli-
heimilisins er óbreytt. Húsið er frekar
óhcntugt, 2 hæðir, ris og kjallari. Vist-
menn 18—19.
Hafnarfj. Elliheimilið á Sólvangi
starfar með sama hætti og áður. Oft-
ast hægt að vista þar einstæð gamal-
menni og aðra, sem með þurfa.
H. Vinnuheimili Sambands íslenzkra
berklasjúklinga að Reykjalundi.
Yfirlæknir stofnunarinnar gerir eft-
irfarandi grein fyrir rekstri hennar a
árinu 1958:
Byggingarframkvæmdir voru all-
miklar á árinu. Unnið var að bygg-
ingu járnsmíðavinnustofu, íbúðarhús-
næðis fyrir starfsfólk og lokið við að
steypa upp siðustu stórbyggingu heim-
ilisins, skrifstofu og vörugeymsluhús.
Iðnskóli Reykjalundar hlaut á árinu