Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 108
1958
— 106 —
hve langt komin á leið. íbúð: Góð.
Fjárhagsástæður slæmar.
Sjúkdómur: Depressio men-
tis psychogenes.
Félagslegar ástæður:
Eiginmaður öryrki.
10. 37 ára g. verkamanni. 5 fæðingar
á 8 árum. 5 börn (14, 13, 10, 7
og 5 ára) í umsjá konunnar. Kom-
in 7—8 vikur á leið. íbúð: 4 her-
bergi. Fjárhagsástæður: Árstekjur
um 20 þúsund krónur.
Sjúkdómur: Morbus cordis
mitralis. Prolapsus uteri. Gysto-
rectocele.
Félagslegar ástæður:
Eiginmaður áfengissjúklingur. Fá-
tækt.
11. 41 árs g. liúsasmið. 7 fæðingar á
14 árum. 7 börn (14, 12, 8, 6, 6, 3
og 2 ára) í umsjá konunnar. Kom-
in 3—4 vikur á leið. íbúð: 3 her-
bergi í kjallara. Fjárhagsástæður:
Slæmar.
Sjúkdómur: Taugaveiklun og
þrekleysi.
Félagslegar ástæður:
Veikindi eiginmanns. Fátækt.
12. 24 ára g. bílstjóra. 4 fæðingar á
4 árum. 4 börn (4, 3, 2 og 1 árs)
í umsjá konunnar. Komin 4 vikur
á leið. íbúð: Sæmilcg. Fjárhags-
ástæður: Slæmar.
S j ú k d ó m u r : Psychosis manio-
depressiva.
Félagslegar ástæður:
Eiginmaður á berklahæli. 2 börn
berklaveik. Fátækt.
V ö n u n ásamt fóstureyðingu var
jafnframt gerð á 15 konum (tbc. pul-
monum 2, depressio mentis 3, psycho-
neurosis 3, ren soliter, cystopyelitis 2,
psychosis manio-depressiva 1, liemi-
plegia 1, allergia m. gr. 1, mb. cordis
1, poliomyelitidis seq. 1).
Aðgerðir samkvæmt afkynjunar-
og vönunarlögum nr. 16/1938.
Alls barst á árinu 51 umsókn um
aðgerð samkvæmt lögum þessum. 9
umsóknum var synjað, en 37 aðgerðir
voru framkvæmdar.
fíuík. Vansköpuð voru 7 börn.
Microcephalia og meiri vanskapnaður
1, hydrocepbalus 2, vantaði útlimi að
mestu 3, vanskapað á báðum hönd-
um 1. Af þessum 7 vansköpuðu börn-
um fæddust 4 andvana, og 3 dóu inn-
an nokkurra daga. Af mæðrunum voru
1794 giftar, en ógiftar 502, eða 21,86%.
Af hinum 2296 mæðrum búa 275 ekki
með barnsföður. í fæðingarstofnunum
fæddu 2013 konur, en aðeins 283, eða
12,31% i heimahúsum.
Akranes. Allar fæðingar, sem læknir
var viðstaddur, fóru fram á sjúkra-
húsinu. Fjórum sinnum var gerður
keisaraskurður, tvisvar tekið barn
með töng og jafnframt gerð episio-
tomia, tvisvar sótt fylgja með hendi
og tvisvar saumuð perinealruptura.
Mæðrum heilsaðist öllum vel. Eitt
barn dó um sólarhringsgamalt, hafði
mb. cordis congenitus.
Búðardals. Fæðingar gengu yfirleitt
vel, nema ein 16 ára frumbyrja, sem
bafði verið allþjáð af hyperemesis um
mcðgöngutímann, fæddi eftir lang-
vinna og’ erfiða sótt fullburða barn,
sem andaði ekki fyrr en eftir nokkrar
mínútur og í fyrstu lélega. Brátt virt-
ist ástand barnsins þó eðlilegt, en
eftir nokkrar klukkustundir fór önd-
un aftur að verða léleg, unz það dó
15 tímum eftir fæðingu. Tvö fósturlát
er mér kunnugt um.
Flateyjar. Engin barnsfæðing inn-
an héraðs, en 2 konur misstu höfn.
Flateyrar. 8 fæðingar hafa átt sér
stað, síðan undirritaður tók við liérað-
inu. Ein episiotomia var gerð og ein
föst fylgja sótt. Að öðru leyti voru
fæðingar eðlilegar.
Suðureyrar. Var viðstaddur 8 fæð-
ingar, aðeins til að deyfa.
Hvammstanga. Læknir var viðstadd-
ur allar fæðingar nema 2. 20 af 26
fæðingum fóru fram á skýlinu. Allar
konur, sem læknir var kallaður til,
fengu trilene-deyfingu. Öll börn, sem
fæddust, voru lífleg og heilbrigð. Eng-
ar afbrigðilegar fæðingar. Evacuatio
uteri gerð einu sinni vegna abortus
incompletus. Ein kona, 32 ára, sem
hafði óreglulegar blæðingar, var skaf-
in á sjúkraskýlinu, en þar sem stöðugt
vætlaði á eftir, þótt i litlum mæli væri,