Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Síða 17
Friðrik Guðmundsson Þorsteinn Löve Vilhj. Vilmundarson
Frjálsíþróttamót KR
Hið árlega frjálsíþróttamót KR fór frarn á íþróttavellinum í Reykja-
vík sunnudaginn 21. og mánudaginn 22. maí. Veður var gott, og afrek
keppenda spáðu góðu. Eitt íslenzkt met var sett. Helztu úrslit urðu þessi:
Fyrri dagur, sunnudagur 21. maí:
100 metra hlaup, A-flokkur: 1. Finnbjörn Þorvaldsson, IR, 10,7 sek.;
2. Hörður Haráldsson, Á, .10,8 sek.; 3. Guðmundur Lárusson, Á, 11,0
sek. (Þessir menn hlupu allir á 10,8 sek. í undanrás); 4. Trausti Eyjólfs-
son, KR, 11,2 sek. — B-flokkur: 1. Rúnar Bjarnas., ÍR, 11,3 sek.; 2. Grétar
Hinriksson, Á, 11,4 sek.; 3. Ingi Þorsteinsson, KR, 11,6 sek.; 4. Þorvaldur
Oskarsson, ÍR, 11,6 sek. — C-flokkur: 1. Matthías Guðmundsson, Self.,
11,3 sek.; 2. Ólafur Öm Arnarson, ÍR, 11,5 sek.; 3. Alexander Sigurðsson,
KR, 11,5 sek.; 4. Björn Berndsen, Umf. R., 11,6 sek. — D-flokkur: 1. Vil-
hjálmur Ólafsson, ÍR, 11,7 sek.; 2. Örn Eiðsson, ÍR, 11,8 sek.; 3. Gunnar
Snorrason, Umf. R., 11,9 sek. (Hlaupið var öfugt við það venjulega, þ. e.
frá suðri til norðurs).
400 metra hlaup: 1. Ásmundur Bjarnason, KR, 50,4 sek.; 2. Revnir
Sigurðsson, ÍR, 52,0 sek.; 3. Sveinn Bjömsson, KR, 53,5 sek.
800 metra hlaup: 1. Pétur Einarsson, ÍR, 1:57,4 mín.; 2. Garðar
Ragnarsson, ÍR, 2:07,0 mín.; 3. Svavar Markússon, KR, 2:07,6 mín.
4x100 metra boðhlaup: 1. Sveit Ármanns (Reynir, Grétar, Hörður.
Guðm. Lár.) 44,3 sek.; 2. Sveit ÍR (Löve, Finnbjörn, Reynir, Rúnar) 44,7
sek.; 3. Sveit KR (Torfi, Ásmundur, Sveinn, Trausti) 45,0 sek.
Hástökk: 1. Sigurður Friðfinnsson, FH, 1,83 m.; 2. Kolbeinn Krist-
insson, Self., 1,80 m.; 3. Eiríkur Haraldsson, Á, 1,70 m.
15