Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Síða 118
Keppni Jóels Sigurðssonar í Kaupmannahöfn:
A leið sinni heim, eftir mótið í Osló L—2. sept., keppti Jóel Sigurðs-
son á innanfélagsmóti hjá félagi lögreglumanna í Kaupmannahöfn,
laust fvrir miðjan september. Jóel náði 13,71 m. í kúluvarpi, 40,34 m.
í kringlukasti og 63,83 m. í spjótkasti. Varð hann hlutskarpastur í
öllum þessum greinum.
Keppni Sverris Ólafssonar í Englandi
Sverrir Ólafsson, ÍR, sem dvaldi í Englandi um skeið sumarið 1950,
keppti þar í júlímánuði noldrrum sinnum í kúluvarpi, kringlukasti og
spjótkasti. Ekki liggja fyrir nákvæmar skýrslur um afrek hans, en bezt
mun hann hafa náð: 13,14 m. í kúluvarpi (43 fet 1þuml.), 36,58 m.
í kringlukasti og um 45 m. í spjótkasti.
Keppni Clausen-bræðra í Svíþjóð
Að mótinu í Osló 2. september loknu héldu Haukur og Öm Clausen
til Svíþjóðar til að keppa þar á nokkmm stöðum. Fóm þeir frá Osló
með lest til Linköping í Sviþjóð og þaðan til Finspáng og kepptu þar
sama dag, 3. september. Daginn eftir kepptu þeir í Norrköping á al-
þjóðlegu frjálsíþróttamóti, og voru meðal gestanna nokkrir Bretar og
Bandaríkjamenn. Næsta dag héldu þeir bræður til Stokkhólms og
kepptu þar á stórmóti 6. september. Eftir eins dags hvíld var haldið
áfram til Eskilstuna og keppt þar 8. september. Þegar næsta dag kepptu
bræðumir í Linköping og loks 10. september í Gavle. Gátu þeir sér
hvarvetna hinn bezta orðstír, en langmesta athygli vakti hlaup Hauks
í Eskilstuna, er hann fékk tímann 21,3 sek., sem er 1/10 sek. betra en
Norðurlandamet Lennarts Strandberg. Urðu um þetta hlaup allmikil
blaðaskrif. Idrottsbladet hélt því fram, að meðvindur hefði verið of
hagstæður til að hlaupið væri löglegt, en heimablöðin í Eskilstuna
sögðu aðstæður allar löglegar. Afrekið var síðar staðfest sem íslenzkt
met.
Skulu hér rakin helztu úrslit í þeim greinum, sem þeir bræður tóku
þátt í:
Finspdng, 3. september:
100 metra hlaup: 1. Haukur Clausen, ísl., 10,9 sek.; 2. U. Elofsson,
Södertalje, Sv., 11,2 sek.; 3. H. Rydén, Mjölby, Sv., 11,3 sek. Haukur
hljóp einnig á 10,9 sek. í undanrás.
116