Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Side 234
son juku markatölu samsteypunnar í 5, en undir lok leiksins skoraði
Jörgen Thomsen 3. mark Dananna.
28/6. Valur 1 — KFUM 1. D: Þráinn Sigurðsson.
30/6. Kli 2 — KFUM 2. D: Hrólfur Benediktsson.
2/7. IA 2 — KFUM 1. D: Jörundur Þorsteinsson.
7/7. Fram—Víkingur 5 — KFUM 3. D: Albert Guðmundsson.
lieimsókn XXI:
Sjællctnds Boldspil Union.
Þegar sýnt var, að heimsókn sænska landsliðsins, sem fyrirhugað var að
kæmi í byrjun júlí, mundi farast fyrir, kom KSI að máli við SBU. sem er
samband knattspyrnufélaga á Sjálandi utan Kaupmannahafnar, og varð
úr, að sambandið sendi hingað úrvalslið. KSI fói KRR síðan að hafa á
hendi allan undirbúning komu liðsins og móttökur þess.
Aðalflokkurinn kom hingað til lands fljúgandi 9. júlí og lék fyrsta
leik sinn að kvöldi næsta dags gegn Reykjavíkurmeisturunum Fram.
Var það einn bezt leikni kappleikur, sem sézt befur hérlendis. Frannn-
arar jafna tvisvar, í bæði skiptin 4 mín. eftir að Sjálendingarnir höfðu
tekið forustuna, en á síðasta stundarfjórðungi tókst Sjálendingunum
síðan að skora tvisvar. Fram hafði styrkt lið sitt með þeim Helga Ey-
steinssvni (v. bakv.) og Gunnlaugi Lárussyni (v. innh.), báðum iir Vík-
ing.
Annar leikurinn var gegn íslandsmeisturunum, KR, sem eins og Frarn
höfðu styrkt lið sitt nokkuð. Inn í liðið komu þeir Guðbrandur Jakobs-
son (h. bakv.), Sveinn Helgason (h. frv.) og Ilalldór Halldórsson (v. frh.).
Þessi leikur var öllu lélegri en sá fyrri, sérstaklega eftir fyrsta stundar-
fjórðunginn, þ\í að þá tók að brydda á fullmikilli hörku. Þegar Sjálend-
ingarnir höfðu skorað þrisvar með 5 mín. millibili á fvrstu 15 mín.,
hljóp KR-ingum kapp í kinn, en ekki tókst þeim þó að skora nema eitt
mark um miðjan síðari hálfleik. Leikur Sjálendinganna var ekki eins
hraður og skemmtilegur og í fyrsta leiknum.
Síðasti leikurinn var gegn úrvali úr Reykjavíkurfélögunum. Sjálend-
ingamir fundu nú aftur létta, leikandi samleikinn, sem þeir beittu gegn
Fram, og höfðu allan tímann góð tök á leiknum. Skomðu þeir fyrsta
mark sitt eftir 7 mín. og síðan 2 í síðari hálfleik, en úrvalinu tókst að
skora eina mark sitt, þegar 15 mín. vom til leiksloka.
Urvalið var þannig skipað: Adam Jóhannsson (Fram), Karl Guðmunds-
son (F), Haukur Bjarnason (F), Sæmundur Gíslason (F), Einar Halldórs-
son (Val), Hermann Guðmundsson (F), Guðmundur Samúelsson (Víking),
232