Árbók íþróttamanna - 01.12.1951, Side 271
SKIÐAIÞROTTIN
Skíðaárið 1950
Gunnar Hjáltason hefur tekifí þáttinn saman.
{
Stjórn SKÍ og starfstilhögun
Vormaður: Einar B. Pálsson, Reykjavík. Meðstjómendur: Alfreð Jóns-
son, Siglufirði, Georg Lúðvíksson, Reykjavík, Gísli B. Kristjánsson,
Reykjavík, og Olafur B. Guðmundsson, Reykjavík. Varamenn: Garðar
Guðmundsson, Siglufirði, Gísli Olafsson, Reykjavík, Sigurður Þórðarson,
Reykjavík, og Þorsteinn Bemharðsson, Reykjavík. Endurskoðendur: Bjöm
Björgvinsson, Reykjavík, og Stefán G. Björnsson, Reykjavík.
Stjórnin hefur haldið 37 fundi á starfsárinu, alla í Reykjavík. Um 60
mismunandi mál hafa verið tekin fyrir á þessum fundum. Um meiri
háttar mál hefur verið leitað álits allra stjórnamranna. Afrit af öllum
fundargerðum stjómarinnar hafa jafnharðan verið send meðlimum SKI,
og hefur sú tilhögun þótt gefast mjög vel.
Þing SKÍ
4. þing SKÍ var haldið á Siglufirði 7. apríl 1950. Stjórn SKÍ lagði til,
að meiri hluti stjórnarinnar yrði búsettur á Akureyri, og var það sam-
þykkt. I stjóm vom kosnir Einar Kristjánsson, formaður, Gunnar Ama-
son og Sveinn Þórðarson, allir á Akureyri. Fyrir í stjórninni vom Olafur
Björn Guðmundsson og Gísli B. Kristjánsson, báðir í Reykjavík.
Heiðursfélagi SKÍ
Samkvæmt heimild 3. skíðaþings ákvað stjórnin að tilnefna L. H.
Miiiler, kaupmann í Reykjavík, sem heiðursfélaga Skíðasambands Is-
lands. Hann var stofnandi Skíðafélags Reykjavíkur og formaður þess í
26 ár. Allt frá því hann fluttist hingað til lands árið 1906, hefur liann
unnið ómetanlegt starf fyrir skíðaíþróttina á íslandi.
269