Úrval - 01.04.1947, Side 19
PLÖNTUMJÓLKIN
1T
Dr. Dafoe, sem var læknir
Dionnefimmburanna frægu, hef-
ir skýrt svo frá, að börnin hafi
fengið svæsna magaveiki þegar
þau voru f jögra mánaða gömul,
enda þótt þau hefðu nærzt á
brjóstamjólk frá fæðingu og
allrar varúðar hafi verið gætt að
öðru leyti. Soyamjólk var bætt
í fæði þeirra, og eftir nokkra
daga voru börnin orðin alheil.
Upp frá því var þeim ávallt gef-
in soyamjólk.
Margra ára reynsla hefir
staðfest yfirburði soyamjólkur-
innar í ýmsu tilliti. Raudnitz,
þýzkur prófessor, gaf nýfædd-
um bömum, er þjáðust af gulu,
soyamjólk með góðum árangri.
1 barnaspítala einum í Frank-
furt var soyamjólk gefin við
nýma- og blöðrusjúkdómum
um margra ára skeið fyrir síð-
ustu heimsstyrjöld. Amerískir
læknar hafa bent á, að koma
má í veg fyrir sérstaka tegund
hitasóttar í ungbörnum, með
því að gefa þeim soyamjólk.
Soyamjólkin er engu síður
holl fullorðnum en bömum.
Vegna þess, að hún inniheldur
lítið af kolvetnum, en mikið af
eggjahvítu, er hún mjög heppi-
leg fyrir sykursýkissjúklinga.
Soyamjólkin virðist valda því,
að þvagsykur sjúklinga minnk-
ar.
Soyamjólk yztir minna í
maganum en kúamjólk og er
auðmeltari. Af þessum ástæð-
um er soyamjólk talin holl sjúk-
lingum með magasár.
Þekktur manneldissérfræð-
ingur hefir fordæmt þær óhag-
sýnu aðferðir, sem beitt er til
að vinna bug á hungursneyð-
inni í heiminum. Hann segir:
„Við sóum 100 pundum af korni
í nautgrip og f áum fyrir það að-
eins nokkur pund af kjöti og
mjólkurafurðum. Hvers vegna
ekki að einbeita sér að ræktun
eggjahvíturíkra jurta — eins
og soyabauna — og flytja þær
beint til neytendanna ?“
Við höfum ekki hagnýtt soya-
baunina að fullu ennþá, þennan
jarðargróður, sem Kínverjar af
speki sinni nefna „hina virðu-
legu litlu jurt.“
CC^ÍX)
Heimurinn er fullur af viljafúsum mönnum: þeim sem eru
fúsir til að vinna, og hinum, sem eru fúsir til að lofa þeim að
vinna.
— Robert Prost í „Reader’s Digest".
3