Úrval - 01.04.1947, Side 25

Úrval - 01.04.1947, Side 25
SLYSFARIR 1 DÝRARÍKINU 23 Það er asinn, sem er á þess- um fuglum, er slysunum veld ur. Sama er að segja ur rán- fugla í vígahug. Stundum vill það til, að fálkar, á fleygiferð eftir bráð í skógi, reka sig á greinar eða trjástofna. Hrafnar og krákur verða oft fyrir lík- um óhöppum. Þótt kynlegt þyki frásagnar, er svo að sjá sem sum dýr fari sér að voða af þeirri einföldu ástæðu, að þau gá ekki að, hvert þau eru að fara. Pokadýr víkja stundum við höfðinu á harða- stökki og hafa svo steinrotast, áður en þeim er ljóst, á hvað þau rákust. Kanínur sálga sér oft á svipaðan hátt. Verstir eru þó hérarnir. Hraði þeirra er geysimikill, en hugleysið og hræðslan vSð eftirför svo of- boðsleg, að þeir æða áfram, án þess að skeyta hót um það, sem framundan er. Jafnvel fuglar rekast á í lofti. Sjaldan mun það þó koma fyrir, en ég hefi nákvæmar heimildir um atvik af því tæi. Stundum drepst bara annar fuglinn, stundum báðir. Smærri spendýr eiga aftur í brösum við gróður jarðar. Mýs og íkornar stinga sig oft á barr- nálum og öðrum illþyrmislegum gróðri og hljóta bana af. Önnur smádýr flækja sig í hávöxnu grasi, sitja föst og eiga sér engrar bjargar von. Stærri dýr eiga einnig í erfið- leikum við umhverfi sitt, einkum tré. Tveir menn, sem voru á veiðum í Norður-Rhodesíu, heyrðu kvöld eitt skarkala mik- inn og síðan sársaukafullt fíls- öskur. Morguninn eftir fundu þeir fílstönn við rætur trés, sem klofið hafði verið 1 sundur. Tönnin var blóðug, en óbrotin, og svo að sjá, að hún hefði hreinlega dregizt úr munni fíls- ins. Augsýnilega hafði fíllinn rekizt á tréð og tönnin sokkið svo djúpt í það, að þegar hið risavaxna dýr reyndi að slíta sig laust, dróst tönnin upp með rót- um. Birnir komast oft í sjálfheldu í trjám. Bjarndýr eitt rakst á hnetuforða íkorna í trjá- stofni. Ákefð bjarnarins að höndla góðgætið var svo mikil, að hann þrengdi hausnum inn í rifuna, en sat svo fastur, unz maður kom að og víkkaði hol- una varlega með öxi. Þarna hefði björninn látizt, ef mennsk- ar hendur hefðu ekki orðið til bjargar. Dádýr festast stundum í trjá-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.