Úrval - 01.04.1947, Síða 27
Púðurtunnan Palestína.
Arabar búa [oar einnig.
Grein úr „Harper’s Magazine“,
eftir Kermit Koosevelt.
*
EGAR rætt er um hin við-
kvæmu Palestínuvandamál,
verður að taka tillit til tveggja
staðreynda. I fyrsta lagi er
Zionistahreyfingin trúarleg
þungamiðja í lífi margra Gyð-
inga, og þeir eru reiðubúnir til
að berjast og láta lífið fyrir
hana; og margir Gyðingar í
Evrópu eygja ekki aðra von.
Að hinu leytinu hafa Arabar
einnig rétt til Palestínu, og þeir
eru líka fúsir til að fórna lífi
sínu fyrir þenna rétt sinn.
Sumir menn, sem hafa brugð-
ið sér sem snöggvast til Jerú-
salem, skýra svo frá, að fjand-
skapur Araba við Zionista sé
aðallega sprottinn frá auðugum
landeigendum, en almenningur
sé að mestu hlutlaus. Þeir telja,
að unnt væri að stofna Gyðinga-
ríki án teljandi mótspyrnu.
Reynsla mín í Palestínu hefir
komið mér á allt aðra skoðun.
Ég vil nefna dæmi: Dag nokk-
urn árið 1944, kom ég og ame-
rískur vinur minn til lítils
Arabaþorps við Galileuvatn, og
höfðinginn í þorpinu bauð okk-
ur til kaffidrykkju í húsi sínu,
sem var aðeins eitt herbergi.
Þegar við höfðum skipzt á
liurteisisorðum, spurði hann
okkur um stefnu Ameríku-
manna. Var það satt, að Ame-
ríkumenn væru að hjálpa Gyð-
ingum til að ná Palestínu frá
Aröbum? Hvaða rétt hafði ein
þjóð til þess að segja annarri
þjóð, að hún eigi að láta út-
lendingum land sitt í té? Hann
var ekki menntaður maður, en
hann talaði vel og sannfærandi,
þegar hann sagði, að þeir þorps-
búar myndu berjast til hinzta
manns gegn því, að útlendingar
yrðu í meirihluta í föðurlandi
þeirra.
Þorpið var í námunda við eitt
af hinum fullkomnu samyrkju-
búum Gyðinga, og við sögðum,
að við hefðum orðið hrifnir af
nábúum hans, bæði sem góðum
bændum og einlægum og stjórn-
sömum mönnum. Arabinn játaði,