Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 31
ARABAR BÚA ÞAR EINNIG
29
gjarna takmörkun innflytjenda
til Palestínu í framtíðinni — er
að vísu dálítill undansláttur
fyrir þá, en ég tel hann ekki
alvarlegan eða þýðingarmikinn
fyrir málstað þeirra.
Áður en takmörkunin hefst,
verður að semja um innflutning
ákveðins f jölda flóttamanna. Ef
ákveðið verður að 100 þúsund
manns fái landvistarleyfi í
Palestínu, er sanngjarnt, að
Bandaríkin og brezku sam-
veldislöndin taki að sér að út-
vega allt að þrisvar sinnum
fleiri flóttamönnum dvalarstaði
í löndum sínum. Með þessu
móti ætti að takast að koma öll-
um þeim Gyðingum fyrir, sem
nú óska að flytjast frá Evrópu.
Þegar leyst hefir verið úr nú-
verandi útflutningsþörf Gyð-
inga, er lítil líkindi til að mikil
eftirspurn verði eftir landvist-
arleyfum í Palestínu. Þvert á
móti er ástæða til að ætla, að
margir Gyðingar í Palestínu
óski eftir að flytjast til Suður-
Ameríku, Evrópu eða Banda-
ríkjanna, þegar núverandi vand-
ræðaástand hefir breyzt í eðli-
legt horf. Þess eru dæmi, að
Gyðingar, sem nú eru í Palest-
ínu, hafa sent austurísku stjórn-
inni beiðni um að fá að flytjast
til Austurríkis. Vel getur svo
farið, að slíkum umsóknum fari
f jölgandi á næstu árum.
Taka verður tillit til þess, hve
miklir möguleikar eru fyrir
hendi í Palestínu til að taka við
innflytjendum. Aröbum hefir
fjölgað mjög og mun eflaust
halda áfram að fjölga. En þó
ætti að vera kleift að auka inn-
flutning Gyðinga að mun.
Strax og samningar hafa
tekizt, skal Palestínu leyft að
verða sjálfstætt ríki, meðlimir
arabíska bandalagsins og Sam-
einuðu þjóðanna. Arabar yrðu í
meirihluta, en Sameinuðu þjóð-
irnar vernduðu og tryggðu rétt-
indi Gyðinga og þeim skyldi
leyft að hafa sjálfstjórn, þar
sem hægt væri að koma því við,
og þeir skyldu taka fullan þátt
í ríkisstjórninni.
Það ætti að selja Aröbum og
Gyðingum stjórn landsins í
hendur eins fljótt og auðið væri.
Þegar er nefnd frá Sameinuðu
þjóðunum lýsti yfir því, að röð
og regla væri kominn á í land-
inu, ætti að veita því fullt sjálf-
stæði.
Það er skoðun mín, að Arabar
myndu samþykkja all ríflega
tölu innflytjenda, ef hún væri
fastákveðin. Með því myndu