Úrval - 01.04.1947, Side 32
30
ÚRVALi
þeir öðlast tvennt, sem þeir þrá
mest af öllu: sjálfstæði og
tryggingu fyrir því, að þeir
myndu halda meirihlutaaðstöðu
sinni í landinu.
Á hinn bóginn myndu Gyð-
ingar einnig hljóta að miklu
leyti efndir þeirra loforða, sem
þeim voru gefin með Balfour-
yfirlýsingunni og stofnun um-
boðsstjórnar Þjóðabandalags-
ins. Ég er þeirra skoðunar, að
Gyðingar myndu samþykkja að
láta niður falla hugmyndina um
Gyðingaríkið og ganga inn á
takmörkun á tölu innflytjenda,
ef almenningsálitið í Bretlandi
og Bandaríkjunum lýsti sig
eindregið fylgjandi slíkum
málalokum. Margir Gyðingar,
einkum í Palestínu, hafa um
langt skeið verið hlyntir svipuð-
um aðgerðum.
Hvorugur aðili mun geta tek-
ið þessari áætlun aðfinninga-
laust. En því miður yrði sú
raunin á um allar áætlanir. Eitt-
hvað verður að aðhafast. Ef
allt er látið reka á reiðanum,
hljótast af því aukin vandræði í
flóttamannabúðum Evrópu, í
Palestínu, og að öllum líkindum
í flestum löndum við Miðjarðar-
hafsbotn. Það er því aðeins unnt
að leysa Palestínuvandamálið,
að tillit sé tekið til réttar
Araba, engu síður en Gyð-
inga.
>V ★ 'k
Kvenlegt ímyndunarafl.
Ein af stúlkunum í efsta bekk Menntaskólans hafði opinberað
kvöldið áður, en henni til mikilla leiðinda tók engin af skóla-
systrum hennar eftir hringnum.
Loks þegar skólatíminn var úti seint um daginn og hún sat
með félögum sínum inni x skólastofunni, þoldi hún ekki mátið
lengur, stóð upp og sagði:
,,Guð, hvað það er heitt hérna! Ég held ég verði að taka af
mér hringinn!“
— Steve Bennson í „Reader’s Digest“.