Úrval - 01.04.1947, Side 39
KOLUMBU8 FINNUR AMERlKU
37
hvað eru dollarar?11, spurði hinn
mikli sæfari undrandi.
„Þér voruð rétt áðan að segja,
að þér væruð ekki fábjáni, og
samt spyrjið þér núna, hvað
dollari sé. Hvað er yður á hönd-
um hér?“
„Ég ætla að uppgötva Ame-
ríku.“
„Og eruð þér þekktur mað-
ur?“
„Þekktur? Ég skil ekki al-
mennilega, hvað þér eigið við.“
Hinn innfæddi starði lengi á
Kolumbus og sagði að lokum:
„Svo að þér ætlið að upgötva
Ameríku? Ég held, að ég kærði
mig ekki um að vera í yðar
sporum, herra Kolumbus.“
„Hvað eigið þér við? Iialdið
þér, að mér takist ekki að upp-
götva þetta auðuga og frjósama
land?“, spurði mikilmennið frá
Genúa, með nokkrum kvíða.
En hinn innfæddi var þegar
farinn á brott, muldrandi í
barm sér: „Það er ekki hægt að
koma sér áfram, án þess að vera
þekktur maður.“
Er hér var komið sögu, voru
skipin komin inn á höfnina.
Haustið er mjög fagurt á þess-
um breiddargráðum — sólin
skein og máfar sveimuðu yfir
skipinu. Kolumbus sté á land,
innilega hrærður; í annari hendi
hélt hann á böggli með perlum,
sem hann hugðist láta í skiptum
fyrir gull og fílabein, en í hinni
hendinni hélt hann á geysistór-
um, spönskum fána. Ilvert sem
honum varð litið, gat hann ekki
komið auga á mold, gras eða
tré, sem hann var vanur við í
hinni gömlu og friðsælu Evrópu.
Allstaðar var steinn, malbik,
sement og stál.
Mikill fjöldi fólks ruddist
fram hjá honum með blýanta,
vasabækur og myndavélar í
höhdunum. Fólkið þyrptist
kringum frægan glímumann,
sem var nýstiginn af skipsfjöl
— hann var með flöt eyru og
ótrúlega digran háls. Enginn
tók minnstu vitund eftir Kolum-
busi. Einungis tvær innfæddar
konur með máluð andlit virtu
hann viðlits. „Hver er þessi ná-
ungi með flaggið?,“ spurði önn-
ur þeirra. „Ætli hann sé ekki að
auglýsa eitthver spænskt gisti-
hús,“ svaraði hin. Og þær flýttu
sér burt, til þess að horfa á
kappann með flötu eyrun.
Kolumbusi tókst ekki að
reisa fánastöngina á amerískri
grund, til þess hefði orðið að bora
holu með loftbor. Hann reyndi að
bora í gangstéttina með sverð-