Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
við eyrað, en setti síðan blýant-
inn upp í sig og horfði upp í
loftið eins og í leiðslu. Síðan
fór hann að skrifa á ný. Loks
sagði hann „ókei,“ klappaði
Kolumbusi á bakið, kvaddi
hann með handabandi og fór.
„Nú er allt í lagi,“ sagði vin-
urinn; við skulum fara í göngu-
túr um borgina. TJr því að þér
hafið uppgötvað landið, verðið
þér að líta á það.“
Þeir gengu niður eftir Breið-
götu og keyptu sig inn á skop-
leikasýningu fyrir þrjátíu og
fimm sent, en Kolumbusi varð
brátt nóg boðið og lagði á flótta.
Hann hljóp við fót eftir stræt-
um og þuldi bænir sínar hárri
röddu. Þegar hann kom inn í
herbergið sitt, lét hann fall-
ast ofan í rúmið og stein-
sofnaði við skröltið í járnbraut-
arlestunum.
Morguninn eftir kom hinn inn-
fæddi vinur Kolumbusar þjót-
andi inn í herbergið og veifaði
dagblaði. Á áttugustu og
fimmtu síðu sá landkönnuður-
inn, sér til mikillar skelfingar,
mynda af sjálfum sér skellihlæj-
andi. Undir myndinni var ritað,
að hann væri stórhrifinn af
amerísku stúlkunum og hann
teldi þær glæsilegustu konur í
heimi; að hann væri góðvinur
Selassie Abyssinukeisara, og
ennfremur, að hann hefði í
hyggju að lesa landafræði við
Harvardháskólann.
Hinn virðulegi Genúaborgari
ætlaði að fara að opna munninn,
til þess að sverja, að hann hefði
aldrei látið þessi orð út úr sér,
þegar nýir gestir börðu að
dyrum. Þeir eyddu ekki tíman-
um í neina kurteisismælgi, en
sneru sér strax að efninu. Þeir
buðu Kolumbusi til Hollywood.
„Herra Kolumbus,“ sögðu
hinir nýkomnu gestir, „okkur
langar til að þér leikið aðalhlut-
verkið í hinni sögulegu kvik-
mynd, Amerigo VespuccÁ. Slrilj-
ið þér? Sjálfur Kristófer Kol-
umbus í hlutverki Amerigos
Vespuccis — það væri saga til
næsta bæjar. Það yrði mikil að-
sókn að slíkri mynd. Aðalatrið-
ið er það, að allt tal verður
á Beiðgötumállýzku. Skiljið
þér? Ekki það. Jæja, við skul-
um útskýra þetta betur. Hand-
ritið er tilbúið. Það er samið
fyrir kvikmyndina Greifinn af
Monte Christo, en það skiptir
ekki máli; við höfum skotið inn
í það köflum, sem snerta fund
Ameríku."
Kolumbus fór að riða á fót-