Úrval - 01.04.1947, Qupperneq 45
Hvað á að gera við —
Vanþroska börn.
Grein úr „Hygeia“,
eftir Hermann M. Jahr.
T>ÖRN, sem hafa svo lítt
þroskaðan heila, að þau
ráða ekki við einföldustu við-
fangsefni, eru mjög vandmeð-
farin. Ég á hér ekki við börn,
sem eru seinþroska, en unnt er
með sérstakri kennslu að gera
sjálfbjarga, jafnvel þó að tak-
mörkuðu leyti sé, eða þau börn,
sem geta e. t. v. að einhverju
leyti stundað nám við háskóla
enda þótt þau séu ekki fær um
að standast próf í fyrstu bekkj-
um menntaskóla. Það, sem hér
er sagt, verður takmarkað við
þau börn, sem eru svo van-
þroska andlega, að með öllu er
útilokað að þau geti lært það,
sem beita þarf við sjálfstæðri
hugsun.
Það er vissulega ekki sár-
saukalaust að uppgötva að barn,
sem við elskum, hafi takmark-
aða andlega hæfileika. Það
veldur ekki aðeins sársauka
vegna þeirra áhrifa, sem það
hefir á heimilislífið og fjárhag-
inn, heldur enn frekar vegna
þess, að margir foreldrar halda
að þau eigi sökina. Afstaða
almennings, sem er órökrétt,
stafar af skilningskorti.
Skipta má orsökum andlegs
vanþroska í fjóra fiokka. I
fyrsta flokki hefir heilinn hætt
að vaxa á vissu vaxtarskeiði,
annaðhvort áður eða skömmu
eftir að barnið fæðist. Af hvaða
ástæðum þetta skeður, er ekki
vitað. Menn hafa reynt að skýra
á ýmsan hátt hvernig stendur
á, að þetta þýðingarmikla líf-
færi hættir að vaxa, en engin
skýringanna er fullnægjandi.
Almennasta kenningin heldur
því fram, að andlega vanþroska
barn hafi komið úr eggi frá
eggjakerfi, sem var að deyja út.
Þeir sem halda fram þessari
kenningu, benda á, endaþóttþað
sé að vísu ekki sannfærandi, að
mörg þessara barna eru fædd
af mæðrum, sem komnar eru að
lokum barneignatímabilsins. En
6*