Úrval - 01.04.1947, Page 48
46
TJRVAL
Vegna barnsins sjálfs er
það tvímælalaust betra að vera
með börnum á sama eða svip-
uðu andlegu þroskastigi. Sum
þessara barna, sem ná sama
andlegum þroska, og tveggja til
fjögra eða fimm ára börn hafa,
eru sér meðvitandi um ástand
sitt, samanborið við heilbrigð
börn. Ég hefi þekkt börn, sem
voru, mjög erfið, óþjál og ó-
stýrilát í allri umgengni, er þau
voru heima, en gjörbreyttust
svo við það að koma á hæli, að
þau urðu kát, hlýðin og ánægð.
Ég hefi einnig þekkt fjölda
foreldra, sem hafa verið mjög
mótfallnir því að láta börn sín
á slík hæli, en viðurkenndu fús-
lega síðar, að það hafi verið
bezta lausnin fyrir alla aðila.
Þau eru einnig sælli, ef unnt er
að viðhafa það orð í þessu sam-
bandi.
Foreldrar, sem krefjast þess
að fá að hafa vanþroska börn
heima, virðast ekki gera sér
ljóst, hver áhrif það getur haft
á velferð hinna barnanna í f jöl-
skyldunni.
Ég minnist átta ára drengs,
sem strauk að heiman, en var
fluttur heim af lögreglunni
tveim eða þrem dögum seinna.
Hann strauk að heiman vegna
þess, að dvöl hans þar olli
honum vanlíðunar. Það var
ekki aðeins, að börnin á leikvell-
inum stríddu honum án afláts
á „vitlausu systur hans,“ heldur
neituðu þau að leika sér við
hann. Ekkert þeirra kom
nokkru sinni inn á heimilið
vegna hinnar fjögra ára gömlu
systur, sem við fæðingu hafði
orðið fyrir blæðingu inn á heil-
ann.
Foreldrar, sem verða fyrir því
að eignast andlega vanþroska
börn, varpa oft fram þeirri
spurningu, hvaða líkur séu fyrir
því, að næsta barn þeirra verði
f ullhraust. Samkvæmt þeim tölu-
legu upplýsingum, sem fyrir
liggja um þetta efni, eru líkurn-
ar mikla. Það er augljóst,
að ef barn hefir orðið fyr-
ir áfalli í móðurkviði, þá stafar
það af einhverju slysi, er átt
hefir sér stað er móðirin var
við vinnu sína. Góð aðgæzla um
meðgöngutímann og eftirlit sér-
fræðings getur komið í veg fyr-
ir að það endurtaki sig. Þar
sem slíkt verður vegna sjúk-
dóms, er lítil ástæða til þess fyr-
ir foreldra að óttast að það eigi
sér stað við seinni fæðing-
ar. Þegar öllu er á botninn
hvolft, eru alvarleg áföll eða