Úrval - 01.04.1947, Page 66
64
tJRVAL
það bil þúsund innfæddra ráku
flóttann gegnum öngstræti bæj-
arins. Þegar hann herti á sér,
veifaði manngrúinn og æpti há-
stöfum, því ekkert er eins hug-
rakkt og mannskepnan, er hún
hún rekur flótta óvinar síns.
Er út á víðavang kom, skaut
faðir minn á tarfinn, en skotið
ýfði einungis hrygg hans, og
hann tók á stökk, um leið og
hann sveiflaði halanum. En
sársaukinn virtist hafa gert
hann vitibornari. Framundan
honum lá frumskógurinn, og í
fyrsta sinni á stuttri ævi virt-
ist honum verða það fyllilega
ljóst. Skyndilega þaut hann eins
og elding inn í skógarþykknið.
Allan þann dag eltum við
hann. Föður mínum tókst aldrei
að koma á hann skoti, er hann
stóð kyrr, svo að afleiðingin af
þeim sjö skotum, sem hann
skaut, var aðeins sjö sár. Ekk-
ert þeirra var alvarlegt í sjálfu
sér, en heildaráhrif þeirra komu
brátt í Ijós. Tarfurinn tók að
hægja á sér, og faðir minn herti
eftirförina, því að mannúðleg-
ast er að bana særðu dýri, áður
en myrkur skellur á.
Um sólsetur komst tarfurinn í
sjálfheldu í einu frumskógar-
gilinu. Við höfðum elt hann
nokkrar mílur upp bratt klifið,
sem þrengdist eftir því sem ofar
dró og varð æ brattara. Loks
komum við auga á tarfinn, þar
sem hann stóð í þrengslunum og
framundan var þverhníptur
hamarinn. Þar var það, sem
tarfurinn snerist gegn okkur.
Pabbi skipaði okkur hinum að
fara ekki lengra, en byrjaði
sjálfur að fikra sig varlega á-
fram í áttina til bráðarinnar.
Hann hélt rifflinum fyrir fram-
an sig og þorði varla að sleppa
augunum af innikróuðu dýrinu,
til þess að sjá, hvar hann færi.
Fjarlægðin milli veiðimannsins
og dýrsins minnkaði — sextíu
metrar — fimmtíu metrar.
Nú var teflt í tvísýnu. Við
þorðum naumast að draga and-
ann, meðan hann fór næstu
tuttugu skrefin. Svo skeði það
allt í einu vetfangi! Boli setti
undir sig hausinn, öskraði og
byrjaði útrásina. Pabbi setti sig
í stellingar og miðaði byssunni.
Ég heyrði greinar brotna und-
an kremjandi klaufunum. Óþol-
andi bið. Svo kvað við hár
hvellur, sem glumdi í þröngu
gilinu. Önnur bið. Síðan dynk-
ur mikill, er tarfurinn féll
þungt til jarðar. Hinn heilagi
tarfur Mahadeo var dauður.