Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 71
KOSS EÐA KÖKUKEFLI
69
Frú F. þroskaði persónuleika
sinn, er hún var að keppa við
yngri systur sína, og varð hún
henni fremri að lærdómi og sið-
fágun. Hún hélt aðstöðu sinni
með því að troða á keppinautin-
um og var í dálæti hjá foreldr-
um sínum.
Hún giftist manni, sem alizt
hafði upp í skugga yfirdrottn-
unar eldri systur sinnar. Enda
þótt þau rifust stöðugt og
kvörtuðu um galla hvors ann-
ars, áttu þau vel saman.
Og enda þótt konunni fyndist
andleysi og klaufaleg framkoma
mannsins nærri óbærileg var
auðsætt, að hún tapaði ekki á
hjónabandinu — og ef til vill
hefir hún einmitt sótzt eftir
slíkum eiginmanni.
Frú O. ólzt upp meðal margra
bræðra. Hún þráði alltaf að vera
karlmaður, en ekki kona. Aftur
á móti átti eiginmaður hennar
eldri bróður, sem var karlmenni
mikið. Eiginmanninum fannst
hann sjálfur aldrei vera „reglu-
legur karlmaður."
Hann forðaðist karlmannlega
samkeppni og leitaði hælis við
barm listarinnar, en eiginkonan
háði baráttuna í heimi karl-
mannanna, þó ekki án þess að
ávíta mann sinn fyrir bleyðu-
skap og dugleysi, og taldi hún
þessa eiginleika orsök alls þess,
er miður fór í hjúskap þeirra.
Þau hjónin deildu mjög oft, en
enginn vafi var á því, að þau
áttu saman.
Maður, sem dekrað hefir ver-
ið við í æsku og reitt hefir sig
á hjálp annara, mun sennilega
verða hrifnastur af því kven-
fólki, sem lítur á hann sem slík-
an. Og því meira sem dekrað
hefir verið við hann og því leng-
ur, þeim mun líkari vill hann
hafa maka sinn þeirri persónu,
sem dekraði mest við hann —
oftast móður eða eldri systur.
Á vorum dögum veitum við
athygli kynlegri þróun, ákveð-
inni tilhneigingu í þá átt að
velja eldri karlmann eða konu
fyrir maka. í fyrsta lagi er
dekrað meira við drengi nú
á dögum en tíðkaðist áður
fyrr. í öðru lagi hafa þeir
sett niður gagnvart kvenfólk-
inu og af því leiðir, að þeir
kæra sig ekki svo mjög um
að setja sig á háan hest, og
leita sér fremur konu eins og í
móður stað.
Á hinn bóginn er svo stúlkan,
sem þráir karlmennsku og
styrk; hún verður oft hrifnust
af manni við aldur, sem hefir