Úrval - 01.04.1947, Page 73
KOSS EÐA KÖKUKEFLI
71
að fagrar konur verða oft
óhamingjusamar í hjónabandi.
Margir trúa á öryggið, sem
felst í hjónabandinu, en það er
ekkert öryggi í hjónabandi. Það
er yfirleitt ekki neitt öryggi til
í lífinu. Hjónabandið leysir eng-
in vandamál. Ef satt skal segja,
er hjónabandið sjálft vandamál,
sem verður að leysast, og eykur
það þannig á önnur vandamál,
sem þegar eru fyrir hendi.
Hvernig getum við þá verið
viss um, að við kjósum „réttan“
maka? f fyrsta lagi verðum við
að minnast þess, að ást og
hjónaband er aðeins eitt af
mörgum vandamálum lífs okk-
ar. Afstaða okkar til hins kyns-
ins samsvarar yfirleitt afstöðu
okkar gagnvart lífinu — við
mætum vandamálum hjúskapar-
ins á sama hátt og við mætum
öðrum vandamálum, sem lífið
færir okkur í fang.
Ef við höldum í rétta átt
— í samræmi við þróunina og
í félagslegum samvinnuhug við
aðrar manneskjur - munum við
ósjálfrátt velja rétt og án þess
að við fáum þar neinu um ráðið.
Við getum reitt okkur á til-
finningar okkar að því leyti, að
þær færa okkur nákvæmlega
það, sem við bjuggumst við. Þær
geta leitt okkur í eymd, en það
er ekki þeirra sök; þær eru að-
eins þernur, sem lúta skipunum
húsbónda síns. Hinir ábyrgu
húsbændur eru fyrirætlanir
okkar og þrár, viðhorf okkar til
lífsins. Athafnir okkar —
makavalið er eitt af þeim —
geta gert okkur skiljanlegt,
hvert stefnir fyrir okkur.
Elskum við manneskju
vegna bresta hennar eða
dyggða? Veljum við hana, af
því að við æskjum verndar eða
annara veraldlegra gæða, eða
af því að á milli okkar ríkir
gagnkvæmur skilningur ? Er
ást okkar aðeins byggð á þeirri
ánægju, sem hún veitir okkur,
eða er hún reist á tilfinningunni
um það, að „tvær manneskjur
séu eitt“?
Slíkar spurningar vekja
athygli okkar á mörgum lífsvið-
horfum okkar og eru jafnframt
hvatning um að breyta um
skoðanir á lífinu.