Úrval - 01.04.1947, Side 89
Snillingur á lágu gáfnastigi.
Grein úr „Magazine Digest“.
TTinir lærðu stjörnufræðingar
við konunglega stjörnu-
turninn í Briissel urðu fyrir sár-
um vonbrigðum, þegar Fernand
Charles, prófessor, hinn snjalli
stærðfræðingur, kom inn í fund-
arsalinn með belgískan ungling,
Óskar Veraege.
„Þessi piltur er furðulegt fyr-
irbæri, — hann er hreinasti
snillingur í hugareikningi,“
hafði prófessorinn sagt fyrr um
daginn og verið mikið niðri fyr-
ir. „Gerið þið svo vel að kveðja
til fundar, og gangið sjálfir úr
skugga um það með rannsókn.“
En nú, er stjörnufræðingun-
um varð litið á þennan fölleita,
tvítuga pilt, urðu þeir bæði von-
sviknir og efunarsamir. Það leit
ekki einungis út fyrir, að piltur-
inn væri gersneyddur allri snilli-
gáfu, heldur var hann augsýni-
lega ekki andlega heill. Orða-
forði hans var einkar fátækur
— eða nokkur orð úr barnamáli.
Og svo virtist sem hann lifði
og hrærðist í sínum þögla
Foreldrar Óskars Veraeges vissu,
að hann var veiklaður og fóru með
hann til geðveikralæknis, — sem
aftur flýtti sér með hann til frægs
stærðfræðings. Belgískir stjörnu-
fræðingar voru kvaddir saman til
fundar, og var það einróma álit
þeirra að Óskar væri andlega veikl-
aður, en úrskurðuðu jafnframt, að
hann skyldi fá heiðursbréf fyrir
snilligáfu!
heimi, utanveltu í tilverunni, og
öðru hverju rak hann upp hlát-
urrokur alveg að ástæðulausu,
að því er virtist.
Stjörnufræðingarnir vildu
koma þessari rannsókn af sem
allra fyrst, og því fór einn
þeirra með piltinn að töflunni,
rétti honum krítarmola og
sagði: „Látið mig sjá, hvort þér
getið hafið töluna 259 upp í
þriðja veldi.“
Óskar ljómaði allur af ein-
skærri ánægju, rétt eins og
krakki, sem fengið hefir poka
með skínandi fallegum brjóst-
sykri. Eftir svo sem tveggja