Úrval - 01.04.1947, Side 129
TIL MIKILS AÐ VINNA
127'
þjóðirnar hafa allt það landrými
og allar þær auðlindir, sem þær
þarfnast. Evrópa getur ráðið
fram úr vandamálum sínum
sjálf — að því einu undanskildu,
að hún láti ekki nota sig sem
áróðursmiðstöð gegn Sovétríkj-
unum, líkt og varð uppi á ten-
ingnum með hið svonefnda
cordon sanitaire á síðastlið-
inni öld.“
„I Ameríku er nú rnikið rætt
um alþjóðastofnun til verndar
friðnum eftir stríðið. Hvað seg-
ið þér urn það?“
„Við verðum hiklaust með
slíkri stofnun. Ég bendi yður á
þátttöku okkar í Þjóðabanda-
laginu. Við gengum í Þjóða-
banaalagið, strax og okkur var
leyft það, og vorum í því þar til
við vorum reknir. En Ameríka
gekk aldrei í bandalagið."
„Er það skoðun jrðar, að
Ameríka, Bretland og Sovétrík-
in eigi að hafa forustuna um
að koma slíkri stofnun á lagg-
imar, og að þeim beri að mynda
kjarna hennar?“
„Ef okkur tekst það ekki, ætti
að stefna okkur fyrir dómstól
sögunnar.“
„Er þetta persónuleg skoðun
yðar, eða stefna stjórnar yð-
ar?“
„Hvorttveggja. Mér er ekki ó-
kunnugt um það, að menn í
landi yðar líta á mig sem ein-
ræðisherra, eins og Hitler; en
starfsaðferðir okkar eru ger-
ólíkar. Ég framkvæmi ekkert,
án þess að hafa ráðfært mig við
meðlimi Politburos; og ef meiri
hluti þess væri andvígur mér,
myndi ég ekkert aðhafast.“
Nú var komið að brottfarar-
tíma. Klukkan var orðin eitt um
nóttina, og viðræðurnar höfðu
staðið yfir í tvær klukkustundir.
„Ég ætla að skála við yður,“
sagði Stalin. „Hvaða vín kjósið
þér?“
„Rauða vínið þarna,“ sagði
gesturinn. „Ég er hræddur við
rússneska eldvatnið." Þegar
setningin var þýdd brosti Stalin
og spurði, hvort þetta væri
ameríska. Lanny svaraði, að
orðið væri upprunnið frá frum-
byggjum Ameríku — Indíánun-
um.
Stalin hellt rauðu víni í tvö
glös og rétti Lanny annað. Plann
lyfti glasinu og gesturinn gerði
slíkt hið sama. „Skál fyrir vin-
áttu landa okkar,“ sagði „Jói
frændi“; „það væri æskilegt að
við gætum kennt ykkur iðnað-
arlegt lýðræði um leið og þið
kennið okkur pólitískt lýðræði!“