Úrval - 01.01.1965, Page 65

Úrval - 01.01.1965, Page 65
ÓGLEYMANLÉGUR MAÐUR 13 ára. Ég liygg að kunnátta mín hafi verið í meðallagi eða svo, nema þá helzt i veraldarsögunni. Meðan ég var í barnaskóla hafði faðir minn keypt danska þýðingu á veraldarsögu Beckers hins þýzka, 19 bindi stór, prentuð gotnesku letri, sem allflestir unglingar lærðu þú jafnhliða latinuletrinu. Þessa bók hafði ég iesið þá þrjá vetur, sem ég sat i Barnaskóla Reykja- víkur. Síðan hefir veraldarsagan og þá fyrst og fremst fornaldar- sagan, verið mér mestur skemmti- lestur. Um haustið, er ég settist i 1. belck Menntaskólans, hlakkaði ég mest til kennslunnar i veraldarsögu. Bókin, sem við áttum að læra fyrstu þrjá bekkina, þótti mér ekki til- komumikil. Það var dönsk bók, tvö bindi myndskreytt, eftir Christian Gjerlöff. Svo hófst fyrsti tíminn í sögu. Allir voru komnir i sæti sín þegar inn gekk liár maður, herðabreiður, dökkur yfirlitum, en nokkuð tekinn að hærast. Ekki var hann beint fríður sínum, en úr augum hans skein svo mikil góðvild og blíða, að mér fannst hann einmitt vera sá maðurinn, er ég hefði helzt ósk- að mér fyrir kennara í þeirri náms- greininni, sem mér var hugstæðust. Hann kynnti sig og kvaðst heita Jóhannes Sigfússon. — Sú varð raunin á, að Jóhannes Sigfússon reyndist mér liinn bezti lærifaðir og vinur alla mína skólatíð. Jóhannes bjó í skólanum á efri hæð. Það mun eiginlega hafa ver- ið rektorsibúðin, sem Jóhannes hafði á leigu. Sjálfur bjó rektor, ti3 skáldið Steingrímur Thorsteinsson, í húsi sínu við Austurvöll, enda börnin mörg. Niðri í skólanum bjó annar ágætismaður, Pálmi Pálsson, aðalkennari skólans í ís- lenzku. Jóhannes var kvæntur Chathinku, dóttur Christen Ziemsens ræðis- manns, systur þeirra bræðra, Knuds borgarstjóra, Jes og Christen kaup- m-anna. Þau voru barnlaus, frú Chatinka og Jóhannes, en höfðu tekið í barns stað Rósu, dóttur Bjarna Jónssonar, sem iengi var meðhjálpari við dómkirkjuna í Reykjavík. Jóhannes mun hafa verið undir sextugu þegar ég kom í skólann. — Mér féllu vel tímarnir, en ekk- ert gerðist til tíðinda fyrr en í byrjun nóvembermánað'ar. Þann- ig var hagað kennslunni þá, að skólapiltar urðu að vera komnir i sæti sín klukkan fimm mínútur fyrir átta. Nefndust þessar fimm mínútur „bænir“, að fornum sið, enda þótt ekki færu lengur fram neinar guðrækilegar iðkanir. In- spector scliolae, en liann var þá Ásgeir Ásgeirsson, núverandi for- seti íslands, gekk um alla bekki og skrifaði nöfn þeirra, sem ekki voru mættir. Síðan hófst kennsla, en þegar klukkan var langt gengin 11, var veitt matarhlé i 40 mínút- ur. Nefndist það „kortérið“. Þá fóru piltarnir heim til sín, eða á matsölustaði, þeir sem utanbæjar voru. Þegar færð var slæm, treysti ég mér ekki til þess að fara alla leið vestur á Vesturgötu, cn hafði með mér brauð og mjólk. Svo var það einn dag í nóvember-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.