Úrval - 01.01.1965, Blaðsíða 66
64
ÚRVAL
byrjun, að hálka var og leiðinleg
færð. Ég sat einn inni í bekknum
og ætlaði að taka til við nestið.
Af einhverjum ástæðum bar þar
þá að Jóhannes Sigfússon og' hann
spurði mig' hverju það sætti, að
ég færi ekki heim. Ég sagðist hafa
brauð með mér, enda var ég um það
bil að hefja snæðing. Þá gekk Jó-
hannes til mín, klappaði mér á öxl-
ina og sagði:
„Ef færðin er slæin á morgun,
þá borðið þér uppi hjá okkur.“
Ég færðist undan, en við Jóhannes
dugðu engar undanfærslur. Ég
varð að lofa þvi hátíðlega, að taka
ekkért nesti með mér næsta dag.
Daginn eftir hélzt sama færðin.
Ég hafði ekki neitt nesti með mér.
Varla var lokið úthringingu, þegar
Jóhannes kom inn i bekkinn og
sótti mig. Uppi á lofti tók frú Chat-
hinka við mér af af hinni mestu
blíðu. Borðaði ég þar hjá þeim
hjónum, heitan hafragraut og
smurt brauð. Þau kepptust við að
rétta mér brauð og að láta mig
kunna við mig. Rósa, fósturdóttir
þeirra, þá barn, var einnig viðstödd
og borðaði með, en hún var þá í
barnaskóla. Þessi elskulegu hjón
voru svo góð og nærgætin við mig,
eiginlega bráðókunnugan pilt, að
því verður ekki lýst með orðum,
en aðeins með þakklátum huga.
Svona gekk það allan veturinn, að
ef færð var slæm, var Jóhannes
óðar kominn inn i bekkinn, er
hringt var, eða frú Cathinka sjálf,
ef hann átti annrikt. Næsta vetur
var sama að segja, en sumarið 1913
andaðist Steingrímur rektor og þá
flutti Geir T. Zoega, sem skipaður
var rektor, í íbúðina. Þau hjón,
frú Chatinka og Jóhannes, fluttu
upp í Þingholtsstræti. Iíom ég oft
til þeirra og fékk lánaðar bækur
og var alltaf tekið af sömu vin-
áttu og góðvild.
Kennsla Jóhannesar í sögu og
kristnum fræðurn (aðallega kristni-
sögu) var þannig háttað, að hann
hirti minna um utanbókarkunn-
áttu, en skilning. Þessvegna hafði
hann þann sið, að fela einhverjum
piltum, sem áhuga höfðu á sög-
unni, að kynna sér í fullkomnari
bókum einstök efni og flytja um
þau fyrirlestra i kennslustundum.
Ég varð oft fyrir valinu vegna
þess, að mér fannst sagan þess
virði, að leggja á mig aukavinnu.
Strákunum hinum þótti þetta
venjulega gott, vegna þess, að þá
var minna um yfirhcyrslur. Ég
minnist þess til dæmis, að fyrir-
lestur, sem ég hélt um þjóðflutn-
ingana miklu tók tvær heilar
kennslustundir. Jóhannes hafði
það fyrir sið, að grípa ekki
frammí fyrir þeim, sem erindið
fluttu, nema til leiðréttingar, en á
eítir gagnrýndi hann það, sem hon-
um þótti ekki gott.
Ég veit með vissu, að öllum
nemendum þótti vænt um Jóhannes
og virtu góðmennsku hans. Það
kom því sjaldan fyrir, að piltar
væru með óknytti í kennslustund-
um hans, en kæmi það fyrir, var
það jafnan illa séð af öðrum.
Jóhannes reiddist stundum, ef
einhver sá hlutur kom fyrir, sem
kenna mátti prakkaraskap. Stóð
hann þá fyrir framan bekkinn og
ávítaði hina seku, en aldrei held