Úrval - 01.01.1965, Qupperneq 129
MISTÖK MÓÐUR NÁTTÓRU
127
þumlunga langa hálsa á sama líkam-
anum. Slangan var með tvo barka
og tvö vélindi, en því miður að-
eins einn maga. Því einkenndust
matmálstímarnir af æðislegum bar-
daga milli hausanna tveggja um
hvern bita, þangað til gæzlumönn-
unum datt i hug hið snjalla ráð
að aðskilja liausana tvo með pappa-
spjaldi á matmálstímum. En oft
sköpuðust alvarlegir umferðarhnút-
ar, þar sem vélindin tvö komu sam-
an.
Gæzlumennirnir í báðum dýra-
görðunum skýrðu frá því, að slöng-
ur þessar hafi lifað í sifelldu upp-
námi, þeim hafi liðið illa og þær
hafi verið ringlaðar yfir öllum að-
stæðum. Annar hausinn vildi fara i
þessa átt, en þá vildi liinn fara í
aðra átt! Sama togstreitan kemur
fram hjá samvöxnum skjaldböku-
tvíburum, en tekizt hefur að halda
lífi í þeim í fiskasöfnum í allt að
2 ár. Annar hausinn vill lialda fram
á við, en hinn vill þá fara í jiver-
öfuga átt, en þar eð hvor haus get-
ur aðeins stjórnað fótunum öðrum
megin á líkamanum, kennir það oft
fyrir, að fæturnir öðrum megin
stíga fram á við, en fæturnir hinum
megin aftur á bak í sömu andránni!
Afleiðingarnar verða svo þær, að
vesalings vansæla skjaldbakan
snýst stöðugt í hring.
Slíkir tvihöfða vanskapningar
eru ekki óalgengir i ríki Móður
Náttúru, en þeir lifa ekki lengi,
vegna þess að fötlunin er of alvar-
legs eðlis og þeir standa mjög höll-
um fæti í lífsbaráttunni.
Öðru hverju fæðast lömb með
fimm fætur, einnig kettir með tvö
andlit. Vanskapnaðir koma einnig
þó nokkuð oft fyrir meðal ætrar
frosktegundar, er ber heitið Rana
esculenta og ræktuð er í Frakk-
landi. Sumir eru með aukalöpp
eða mjög vanskapaðar fram- og
afturlappir. Einn var með 15 tær
í stað 5.
Einnig eru líka til margs konar
vanskapaðar skepnur, sem sakað
geta mennina um vansköpunina,
því að þeir hafa markvisst fram-
kallað hana sér til ánægju eða
skemmtunar. Kínverjum tókst að
rækta gullfisk með „sjónaukaaugu“
í yfir 300 ár. Frægastur þeirra er
„Himnagláparinn“ með eitt útstand-
andi auga efst á höfði sér, sem
neyðir hann til þess að stara stöð-
ugt beint upp fyrir sig.
Einnig hefur maðurinn ræktað
dúfnategund eina, sem kalla mætti
„kollhnísdúfur“, þar eð þær steyp-
ast ætíð kollhnís, er þær hefja sig
til flugs.
Mennirnir hafa framkallað marg-
ar óvenjulegar dúfnategundir, svo
sem „Blævænginn", sem er af
austurlenzkum uppruna. Dúfur af
venjulegum tegundum hafa 12 stór-
ar fjaðrir í stéli sér, en „Blævæng-
urinn“ hefur allt að því 48. Einnig
hafa verið ræktaðar „Blásdúfur",
sem geta blásið svo út fiður sitt
og fjaðrir, að þær verði eins og
risablöðrur.
Alger andstæða þeirra er hin
svokallaða Afrikuugla, sem er
dúfnategund, sem hefur verið
breytt, þangað til hún er ekki
orðin stærri en rauðbrystingur.
Ekki er hægt að halda slíkri til-
raun áfram að ráði, vegna þess