Goðasteinn - 01.09.1997, Side 12
Goðasteinn 1997
ég lengur hve langan tíma við dvöldum
þar, líklega um tvær vikur. Sofið var í
einni flatsæng á stóru svefnlofti yfir
leiksviðinu og eldhússtörfunum var
skipt á fólk eftir því sem hægt var.
Fyllstu siðsemi var gætt í hvívetna og
félagsandinn allur hinn besti, en ekki
vil ég sverja fyrir að einn og einn lítill
og léttur koss hafi fallið í rökkrinu
þegar lítið bar á.
Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum hafði
skrifað upp öll hlutverk með stikk-
orðum af sinni alkunnu vandvirkni og
smekkvísi og höfðu menn lært sína
rullu heima áður en saman var komið.
Ekki var á þessum tíma neinn kostur
þess að fá kunnáttufólk til aðstoðar við
æfingar eða uppsetningu leiksins og
reyndi mjög á hugmyndaflug og
smekkvísi fólks við að koma leiknum á
svið. Einhverjir höfðu séð þetta leikið í
Vestmannaeyjum og aðrir í Reykjavík.
Var grannt hlustað á frásögn og lýsingu
þeirra. Ennfremur vildi svo til að um
þessar mundir dvaldi í Hvammi ung
stúlka úr Reykjavík, Gógó (Steinunn)
Hermannsdóttir, sem þekkti nokkuð til
leikhússtarfa og reyndist hún okkur
mikil hjálparhella. Alla búninga og
leikmuni gerðum við sjálf en leiktjöld-
in málaði Sigurjón, bróðir þeirra systk-
ina frá Skála, Jóns, Ástu og Garðars.
Hann var mjög listrænn og hafði
svolítið fengist við myndgerð áður.
Reynt var eftir mætti að gera leikper-
sónurnar eins trúverðugar í útliti sem
innsæi og hugmyndaflug blés okkur í
brjóst. Með það í huga voru gerðar
sérstakar ráðstafanir til að bæta við
niðurvöxtinn hjá Sveini. Einn félaginn
í hópnum, Gísli á Núpi, átti leðurstíg-
vél, mikla kostagripi með þykkum
sólum og háum hælum. Þessi stígvél
voru dregin á fætur mér fyrir hverja
sýningu, en utanyfir þau klæddist ég
síðan voldugum, heimagerðum kú-
skinnsskóm, grófum vaðmálsbuxum og
stakk úr svörtum sauðargærum. Með
þessum búnaði ásamt grófum, hvössum
og dökkleitum andlitsdráttum, sem
framkallaðir voru með lit og pensli
tókst að gera Sveinka allferlegan
ásýndum.
Eitt atvik er mér minnisstætt í sam-
bandi við búninga leikenda. Olafur á
Seljalandi lék Lárenzíus sýslumann,
sem áður er sagt og fékk fyrir hverja
sýningu senda borðalagða húfu Sæ-
mundar hreppstjóra í Stóru-Mörk, en
þá var siður að hreppstjórar bæru slíkar
einkennishúfur lögreglumanna við
embættisstörf. Nú bar svo til er sýning
skyldi hefjast að ekki var komin húfan
góða frá Mörk og voru nú góð ráð dýr.
Tíminn leið með ógnar hraða að sum-
um fannst, húsið orðið fullt af fólki
sem beið þess að sýning hæfist. Svo
var komið er liðin var nærri klukku-
stund fram yfir auglýstan tíma að við
töldum ekki unnt að bíða lengur og
vildum hefja sýningu með sýslumann
án höfuðfats. En Ólafi varð ekki þokað,
hann kvaðst ekki hefja leikinn fyrr en
húfan væri komin og að lokum kom
húfan. Þetta löngu liðna atvik minnir
nú á hversu bjargföst og eðlislæg stað-
festa reyndist Ólafi giftudrjúg síðar við
þjónustustörf hans fyrir sveitina sína.
-10-