Goðasteinn - 01.09.1997, Side 44
Goðasteinn 1997
langt koinið, og það sem íullgert er sé
vel af hendi leyst. Fullgerðir skurðir
eru þessir:
1. Markaskurður milli Bakka og
Búðarhólshverfis, sem sé um leið
aðfærsluskurður úr Álum, 330 faðmar
á lengd, 8-10 fet á breidd að ofan, 4-5
fet í botninn og 3-8 fet á dýpt. Allur
59.640 ten.fet.
2. Aukaskurðir:
a. Bakkaskurður 1.450 faðmar á
lengd, 5 fet á breidd að ofan og 2 fet á
dýpt um 69.500 ten fet.
b. Skækilsskurður 1.700 faðmar á
lengd, 5 fet br. ofan, 2 á dýpt, 81.600
ten.fet.
c. Ossabæjarskurður 1000 faðmar á
lengd 4 fet á breidd að ofan, rúm 2 fet á
dýpt, 42.000 ten fet.
3. Affærsluskurðir:
a. Flólmaskurður 700 faðma langur,
5-7 br. að ofan, 2-3 dýpt, 45.000
ten.fet.
b. Fljótsvegsskurður, 2800 faðmar á
lengd, 5-8 fet br. að ofan, um 2 fet á
dýpt 195.600 ten.fet. Aukaskurðir eru
allir 193.200 ten.fet og affærsluskurðir
253.800 ten fet.
Reiknað til dagsverka:
Markaskurðurinn úr Álum 199
dagsverk.
Aukaskurðir 483 dagsverk
Affærsluskurðir 634 dagsverk
Dagsverk 3 kr. alls 3.948 kr.
Annar kostnaður 52 kr. Alls kr.
4.000 (Skýrsla Sig. Sigurðssonar ráðu-
nauts).
Umfjöllun í Frey 1911
Sigurður ritar um Landeyjaáveitu
1910 í Frey 1911. Þar segir, að af stærri
jarðabótafyrirtækjum má nefna áveitu í
A.-Landeyjum. Skurðir til áveitu og
þurrkunar á 8 þúsund faðmar á lengd
eða 2 mílur. Verkið allt nam 1316
dagsverkum.
Árið áður, 1909, voru skurðir
grafnir rúma 10 þús. faðma á lengd. Þá
voru samtals unnin 1600 dagsverk.
Áveitan hefur kostað nálega 10 þús.
kr. og hefur mestöll sveitin meiri og
minni not af henni.
(1912-13 voru 120-130 sláttuvélar á
Islandi, flestar í Rangárvallasýslu 35,
þar af 20 í Ásahreppi.)
/
Aveitusamþykkt
Á fundi stjórnar B.í. 28. des. 1911
var m.a. á dagskrá áveitusamþykkt
fyrir Austur-Landeyjar, sem Stjórnar-
ráðið hafði sent til athugunar. Athygli
var vakin á því „að nokkur hluti
viðhaldskostnaðar er lagður á sveit-
arsjóð, sem kynni að vera viðsjált, þó
síður þar en annarsstaðar því að allar
jarðir í hreppnum munu hafa gagn af
áveitunni.“
Á fundi stjórnarinnar 24. júlí 1912
stendur: „Vatnsveitusamþykktarfrum-
varp fyrir Austur Landeyjar mælt með
til samþykktar.“
-42-