Goðasteinn - 01.09.1997, Side 271
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
þau til ábúðar hluta af jörðinni Kirkju-
læk II hjá Páli Nikulássyni bróður
Boga. Reistu þau á því landi nýbýlið
Hlíðarból og byggðu að öllu upp að
húsum og ræktun og bjuggu þar síðan
farsælu búi í 19 ár.
Þegar Bogi stóð í þessum fram-
kvæmdum fór hann tvo vetur á vertíð
til að afla tekna og einnig starfaði
hann um skeið við akstur flutningabíla
hjá Kaupfélagi Rangæinga. Jafnframt
búskapnum hafði hann með höndum
akstur skólabíls sveitarinnar flest árin
sem hann bjó í Hlíðarbóli.
Þau Bogi og Ragnhildur eignuðust
fjórar dætur, þær Ragnhildi Guðrúnu,
Sigrúnu Gerði, Ragnheiði og Geir-
þrúði Fanney, sem allar hafa eignast
eigin fjölskyldur. Eru dætrabörn Boga
9 talsins og langafabarn 1.
Bogi tók virkan þátt í félagslífi
sveitar sinnar og reyndist þar farsæll
liðsmaður og leiðtogi. Hann starfaði
vel og lengi í Umf. Þórsmörk, tók m.a.
þátt í leikstarfsemi félagsins, var í
stjórn þess um árabil og heiðursfélagi
á efri árum. Hann var um skeið for-
maður félags ungra sjálfsstæðismanna
í sýslunni og fleiri trúnaðarstörf voru
honum falin. Síðast en ekki síst skal
nefnt starf hans í Kirkjukór Fljóts-
hlíðar, en hann mun hafa sungið í
kórnum allt frá stofnun hans 1942 og
þar til hann flutti úr sveitinni 1971. Þar
var hann sem í öðru hinn trausti félagi,
fús til að leggja góðu málefni lið án
þess að hugsa til endurgjalds, en yndi
hafði hann af fögrum söng og tónlist. I
kórnum söng hann jafnan tenór, lengi
með þeim Jóni á Sámsstöðum og
Hreiðari í Árkvörn. Nú hafa þeir félag-
arnir enn fylgst að, horfið úr hópnum
hver af öðrum á fáum mánuðum.
Söngur þeirra í kirkjunni ómar enn
fyrir eyrum. Skyldi hann þá ekki
hljóma áfram í helgidómi eilífðarinnar.
Um vorið 1971 fluttu þau Bogi og
Ragnhildur út að Selfossi, höfðu þá
keypt húsið að Sunnuvegi 18 þar sem
þau bjuggu síðan. Um þær mundir
voru virkjunarframkvæmdir miklar á
hálendinu og vann Bogi þar á meðan
verkefni entust, en síðan hjá ýmsum
verktökum við byggingar og vegagerð.
Hann hélt vel heilsu og lét ekki af
störfum fyrr en 76 ára gamall, og þá
vegna vinnuslyss er háði frekari at-
hafnasemi, þó hugurinn væri þá enn til
verka fús.
Á Selfossi bjuggu þau Bogi og
Ragnhildur sér fallegt heimili og nutu
þess að vera í nábýli við dætur sínar
tvær og fjölskyldur þeirra, en fjöl-
skyldan öll átti sinn snertipunkt og
tíðan samverustað á heimili þeirra. Þau
hjónin ferðuðust allmikið á síðari
árum og hafði Bogi mikið yndi af að
kynnast löndum og þjóðum, enda
fróður fyrir og vel að sér um sögu og
menningu og ekki síst gróðurinn sem
fyrir augu bar.
Fyrir 4 árum fór Bogi að kenna
vanheilsu sem ágerðist sfðan smám
saman eins og háttur er þeirra sjúk-
dóma er leggjast á heila- og tauga-
kerfi. Þurfti Bogi síðustu árin mikillar
umhyggju og aðgæslu við, sem hann
naut ómælt af hálfu konu sinnar og
dætra og annarra ástvina. I huganum
var Bogi ávallt á austurleið, heim í
Hlíðina sína vænu, sem ætíð hafði
verið honum kærastur staður á jörðu.
-269-