Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 109
Goðasteinn 1997
margir Landeyingar sig á vertíð á Eyja-
skip. Fóru þeir þá gjarnan með
Landeyjaformönnunum til Eyja. I Eyj-
um gistu þeir í sjóbúðum, sem versl-
unarmennirnir, sem keyptu af þeim
aflann, lögðu til.
Að mörgu leyti hefur ekki verið
öfundsvert að vera á vertíð í Eyjum í
þá daga. Verbúðirnar sem gist var í
voru flestar hinir verstu hjallar, héldu
hvorki vatni né vindum og voru ansi
kaldar. Sumar voru það kaldar að ef
karlarnir spýttu munnvatni á gólfið að
kvöldi var þar komin klakakúla að
morgni.27 Ekki hefur heldur verið
auðvelt fyrir mennina að dveljast
mánuðum saman frá heimili, konu og
börnum, sérstaklega þar sem það fór
algjörlega eftir veðri og vindum hve-
nær fréttir bárust að heiman. Frásögn
Þorsteins Oddssonar frá Fteiði á Rang-
árvöllum gefur ofurlitla innsýn í hversu
erfitt þetta hefur verið:
Afi minn Oddur Pétursson, bóndi á
Krossi í Landeyjum reri tuttugu og fjórar
vertíðir frá Eyjum sem formaður. Þegar
hann fór til Eyja upp úr áramótunum 1885,
var kona hans, Sigríður Arnadóttir
Sveinssonar bónda í Skálakoti undir
Eyjafjöllum, orðin veik og þótti einsýnt að
hverju drægi. Ekki var þó hjá því komist að
hann færi út að draga björg í bú. I þá daga
var erfitt að koma áríðandi boðum til Eyja
þar sem ekki var korninn sími rnilli lands
og Eyja. Ekki var heldur hægt að treysta á
ferðir frá sandinum þar sem þaðan var oft
ófært dögum saman þótt róið væri frá
Eyjum. Því var ákveðið að þyrfti að koma
boðum út til hans yrði lagður dúkur á kofa
sem stóð skammt frá bænum, dökkur ef
snjór væri en ljós ef auð jörð yrði. Þannig
frétti hann af andláti konu sinnar.28
Aflann sem náðist verkuðu menn
sjálfir og lögðu inn hjá kaupmanni. I
staðinn fengu þeir þær vörur sem þá
vanhagaði um. Spurningunni um það
hvernig sveitamennirnir verkuðu afla
sinn svarar Sigurður Jónsson, sem
lengi var vinnumaður í Hólmahjáleigu
og reri á vetrarvertíðum frá Eyjum,
svo:
Hann var hertur og svo var harðfiskur
lagður inn í verzlun í Eyjum. Það var aldrei
saltað, enda lítið um salt. Fiskurinn var
kasaður úti á túni. Þetta voru fremur litlar
kasir kringlóttar. Það var vandaverk að kasa
fisk, þurfti að gæta þess vel, að ekki væri
hlaðið þannig, að vatn gæti staðið í
kösunum. Oft fóru kasirnar undir snjó og
frusu. Það þótti gott, og beztur þótti
fiskurinn sem mest kasaður. A vorin var
fiskurinn hertur á hryggjum, sem voru
breiddir út á tún. Suinir hertu á trönum og
ráskertu. Þorskhausar allir voru hertir.
Þegar fiskur og hryggir höfðu visazt, vel,
var hvorttveggja sett í hlaða. Þá var talað
unr að fiskurinn væri „hlaðfær“.
Hryggjunum var brennt, þegar þeir höfðu
lokið sínu hlutverki og komu sér vel í
„augað“.29
Þó aðbúnaður hafi oft á tíðum ekki
verið til fyrirmyndar og alltaf hafi
verið nóg að starfa var yfirleitt létt yfir
mönnum. Félagsandi var með ágætum
og mynduðust oftar en ekki ævilöng
vináttubönd milli þeirra sem þar voru. I
27 sbr. Haraldur Guðnason 1975:18
28 viðtal tekið 16. feb. 1997
29 Haraldur Guðnason 1966:130
107-