Goðasteinn - 01.09.1997, Side 311
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
ingaheimili fæddist Sigríður, með sína
sérstöku hæfileika sem komu svo
snemma fram. Hún söng áður en hún
talaði og hamingja fylgdi henni. Hún
varð gleðigjafi á heimilinu, fór
snemma að hjálpa til við vinnu og
lærði að syngja með föður sínum.
Hún setti ung upp leikrit og söngleiki
með eldri systkinum og sumarbörnum
á heimilinu, þar sem leikhúsið gat ver-
ið í fjósinu eða úti í náttúrunni, hug-
myndaflug hennar var á fljúgandi ferð
og áræðnin átti sér engin takmörk.
Eftir barnaskólanám fór hún í
Gagnfræðiskólann á Selfossi og lauk
þaðan landsprófi. Síðan fór hún í
Kennaraskólann og eftir að hafa lokið
prófi þar 1966 fór hún í Tónlistarskóla
Reykjavíkur og lauk þar námi með
tónmenntakennaraprófi 1969.
I Kennaraskólanum kynntst hún
eiginmanni sínum, Friðriki Guðna
Þórleifssyni. Þau giftust 21. september
1968 og eignuðust dóttur sína Hjálm-
fríði Þöll 1969. Þau hjónin urðu meira
en samhent, þau höfðu sömu menntun
í tónlistarnámi og áhugasvið þeirra var
hið sama, kennsla, tónlist og gleðin að
umgangast. A fyrstu búskaparárum
sínum fóru þau utan til náms í Þýska-
landi og einnig til Italíu og ári eftir
heimkomu, 1973, tóku þau að sér að
endurreisa starf Tónlistaskóla Rangæ-
inga, sem hafði ekki starfað í nokkur
ár. Sigríður varð skólastjóri Tónlistar-
skólans og Friðrik Guðni hennar nán-
asti samstarfsmaður og kennari við
skólann.
Auk kennslunnar voru stofnaðir
kórar hér í sýslunni sem hún stjórnaði.
Hún bar í brjósti mikinn metnað fyrir
þeirra hönd og gerði ríkar kröfur til
þeirra, og mikil var gleði hennar þegar
árangur æfinga kom í ljós.
Og starf Tónlistarskólans blómstr-
aði. Að tilstuðlan Sigríðar og Friðriks
fóru kennararnir til nemendanna í
skólum sýslunnar, og varð skóli þeiira
að því leyti fyrirmynd annarra tónlist-
arskóla.
Árið 1975 höfðu þau reist nýbýlið
Káratanga í landi æskuheimilis hennar
að Steinmóðarbæ. Það varð heimili
þeirra þriggja. Það var gleði þeiixa að
bjóða til veislu og skemmtunar, þar
sem söngurinn hjómaði, ljóð Friðriks
Guðna lifnuðu og samkvæmisleikirnir
sem Sigríður stjórnaði, urðu svo eftir-
minnilegir.
Árið 1987 stofnuðu þau sitt annað
heimili í Reykjavík, þegar dóttir þeirra
var þar við nám og tókust þau þar á
hendur kennslustörf, hún sem tónlist-
arkennari við Foldaskóla. Árið 1989
veiktist Friðrik Guðni og við tók
þriggja ára barátta fjölskyldunnar þar
sem leitað var styrks í bæn. Kall eigin-
manns hennar kom 31. júlí 1992. Við
tóku erfið ár að vinna sig út úr sorg-
inni og eftirsjánni.
I apríl 1996 var hún lögð inn á
Landspítalann í Reykjavík vegna
sýkingar í fæti. Við rannsókn kom í
ljós að skjaldkirtill hennar hafði ekki
starfað rétt, líklega í mörg ár, þannig
að sjúkdómslega hennar var stutt. Hún
andaðist á Landspítalanum í Reykjavík
18. maí 1996.
Séra Halldór Gunnarsson í Holti
-309-