Goðasteinn - 01.09.1997, Side 106
Goðasteinn 1997
fórst með öllum mönnum um borð. í
byrjun sumars 1879 fórst Magnús
Guðmundsson frá Búðarhóli ásamt níu
mönnum úr áhöfn sinni. Tveir menn
komust lífs af í því slysi.20
Þó hér hafi verið talin upp mörg
hræðileg slys er eftir að segja frá mestu
sjóslysum sem orðið hafa við sandinn.
Urðu þau á rúmum mánuði árið 1893.
Fyrsta óhappið varð 25. mars. Þá
reri Jón Brandsson frá Hallgeirsey, sem
þekktur var fyrir dirfsku og áræði við
sjósókn, frá Eyjum. Var hann einna
fyrstur til að hlaða, afferma og halda út
aftur. Þegar líða tók á daginn brældi
svolítið á suðaustan og ýfðist sjór
nokkuð. Þegar dimmt var orðið, höfðu
öll skip sem reru uppundir sand skilað
sér nema skip Jóns. Fór það svo að Jón
kom aldrei úr þessari ferð frekar en
nokkur hinna fjórtán sem með honum
voru. Talið var að oflileðsla, myrkur,
bræla og vont sjólag hafi valdið því.
Annað slysið varð aðeins þremur
dögum síðar eða þriðjudaginn 28.
mars. Þá réri Pétur Petreusson, frá
Krosshjáleigu, frá sandinum eins og
margir aðrir. Veður var allgott en þegar
leið á daginn brimaði snögglega eins
og gerist svo oft við sandinn. Pétur
kom síðbúinn að landi með mikinn afla
og seilaði hann út á legunni. Meðan
bátsverjar voru að því gekk brotsjór
yfir bátinn svo öllum bátsverjum skol-
aði útbyrðis. Aldan skolaði tíu mönn-
um heilum en nokkuð þrekuðum til
20 sbr. Þórður Tómasson 1993:258
21 Þórður Tómasson 1953:56
lands. Sá eini sem lést í þessu slysi var
Pétur sjálfur, hafði hann haldið um
seilarnar og trúlega of fast því hann
hvarf í brimgarðinn og kom ekki fram-
ar í ljós. Þriðja slysið varð svo 26. apríl
sama ár, þegar skip Sigurðar Þor-
björnssonar frá Kirkjulandshjáleigu,
Tobías, fórst við Hallgeirseyjarsand.
Sigurður þótti góður formaður og um
hann var ort í sjómannsvísum Jóns
Ólafssonar á Sámsstöðum í Fljótshlíð:
Þjóðir Sigurð Þorbjörnsson
þekkja að formannssnilli,
honum brcíst ei veiðivon,
né vaskra drengja hylli.21
Þann dag sem slysið varð, var
Sigurður, eins og marga aðra, fyrstur á
sjóinn. Veður var hægt en sjór úfinn og
hvessti eftir því sem leið á daginn.
Þegar Sigurði var veifað að var útlitið
ekki gott, mikið brim og nær ófært til
Eyja. Tók Sigurður þann kostinn að
reyna lendingu við sandinn, ef til vill
vegna þess hve margir voru f sandinum
og hvað hann hafði góðan mannskap
um borð. Á leiðinni í land hlekktist
bátnum á utarlega í legunni og öllum
fjórtán mönnunum um borð skolaði
útbyrðis. Sumum þeirra tókst að koma
sér á kjöl en svo fór að lokum að allir
hurfu í brimgarðinn meðan þeir sem
stóðu í landi gátu ekki annað en horft
aðgerðarlausir á.
Eftir þessa hörmungaatburði var
sveitin sem lömuð. Af þessum þrjátíu
mönnum sem fórust voru tuttugu og
fjórir úr Landeyjum, hinir sex voru úr
-104-