Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 279
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
/
Guðjón Olafur Auðunsson frá
Svínhaga á Rangárvöllum
Guðjón Olafur Auðunsson fæddist í
Dagverðarnesi í Rangárvallahreppi 2.
janúar 1906, sonur hjónanna Auðuns
Jónssonar frá Lágafelli í Landeyjum og
Jóhönnu Katrínar Helgadóttur frá
Bakkakoti á Rangárvöllum. Foreldrar
hans fluttust tveimur árum eftir fæð-
ingu hans að Svínhaga í Rangárvalla-
hreppi. Þar ólst hann upp í hópi 13
systkina, en þau eru Helgi f. 1903, d.
1951, Magnea Katrín f. 1904, d. 1925,
þá Guðjón, Áslaug f. 1907 en dó á
fyrsta ári, Eiríkur f. 1908, d. 1930,
Ágúst f. 1909, Margrét Una f. 1912, d.
1936, Áslaug f. 1913 er lést ársgömul,
Guðmundur f. 1914, Guðni f. 1915 er
lést ársgamall, Óskar f. 1916, Ásgeir f.
1918 og Guðbjörg f. 1920.
Frá barnæsku vandist Guðjón eins
og l'lest önnur börn við öll venjubundin
störf sveitaheimilisins og naut hefð-
bundinnar barnafræðslu farskólans.
Auðunn faðir hans lést árið 1923 en
móðir þeirra bjó áfram í Svínhaga með
börnum sínum, uns hún flutti árið 1952
að Minni-Völlum á Landi, ásamt þrem-
ur yngstu systkinunum og andaðist þar
árið 1956.
Ungur að árum sótti Guðjón vertíðir
eins og títt var um unga menn á
Suðurlandi á þeim tíma og var einnig í
vinnumennsku á Galtalæk uns hann
fluttist til Reykjavíkur árið 1944. Hann
stundaði fyrst almenna verkamanna-
vinnu og var sjómaður á togurum.
Síðar réðist hann í byggingavinnu og
vann við smíðar upp frá því.
Þegar aldurinn færðist yfir, kom
hann tíma og tíma austur og vann hjá
ýmsum bændum við smíðar og lag-
færingar, enda var hann afar verklaginn
og lék allt í höndum hans sem hann tók
sér fyrir hendur.
Guðjón var nægjusamur maður og
sneið sér þann stakk eftir vexti sem
mörgum kynni nú að þykja fremur
þröngur. Hann kvæntist aldrei né stofn-
aði heimili, en leigði herbergi hjá
traustu fólki og gömlum kunningjum,
og keypti sér fæði og þjónustu.
Guðjón var maður verkadrjúgur um
dagana, vel að manni og óragur í hví-
vetna. Hann var skyldurækinn og gekk
í öll fyrirliggjandi verk með sama vilj-
anum að standa sig. Hann var nægju-
samur maður, hógvær og gerði ekki
miklar kröfur fyrir sína hönd, en til
sjálfs sín gerði hann þær kröfur að
standa skil á því sem honum bar og
vann sín verk í kyrrþey. Hann las býsn
bóka af ýmsu tagi, var minnugur og
fylgdist vel með meðan heilsa entist.
Hann hafði yndi af því að fara til Vatna
og þangað hélt hann oft í góðra vina
hópi.
-277-