Goðasteinn - 01.09.1997, Side 130
Goðasteinn 1997
(og Prússa) árið 1849. Þar var Hekla
gamla enn í hlutverki eldspúandans, í
bókstaflegri merkingu. Hekla hétu her-
skip hjá Dönum fram undir heimsstyrj-
öldina fyrri, meðal annars var „beiti-
snekkjan“ Hekla eitt af fylgiskipunum
við konungskomuna 1907. Geysir
(,,Gejser“) var einnig nafn á dönskum
herskipum um tíma. Fleira var nefnt
eftir Heklu, þó friðsamara væri. Eng-
lendingurinn John Coles, sem hér var á
ferð 1875, hafði utan með sér íslensk
reiðhross og lét eitt heita Heklu (annað
hét ,,Askja“). Margar merar á íslandi
hafa borið Heklu-nafnið. Framan af
öldinni hét kaupfélag á Eyrarbakka
Hekla og Hótel Hekla var um tíma
rekið í miðbæ Reykjavíkur. Uppkomið
fólk mun minnast þess að hafa gengið í
Heklu-peysum á ungdómsárum sínum,
en nú mun hvað þekktast undir Heklu-
nafninu eitt af stærstu bílaumboðum
landsins. Undir lok síðustu aldar var
nafnið Hekla orðið svo tengt þjóðlegri
virðingu, að íslenskir landnemar í
Vesturheimi kenndu byggðir sínar við
Heklu, bæði í Kanada og Bandaríkj-
unum.
A síðustu öld var Hekla eitt þekkt-
asta og frægasta eldfjall heims í augum
Vesturlandabúa, enda voru þá ekki enn
eins vel þekkt eldfjöll í öðrum heims-
álfum og nú er. En Hekla hefur líka
orðið tilefni framfara og heimsfrægðar
í eldfjallafræðum á þessari öld og því
vikið skammt úr alþjóðlegum sessi
sínum. Ljósu öskulögin úr Heklu urðu
kveikjan að nýrri vísindagrein innan
eldfjallafræðinnar, þar sem er ösku-
lagafræðin - tephrochronologia. Svo
hefur verið komist að orði, að hafi
Sigurður Þórarinsson verið faðir ösku-
lagafræðinnar, þá hafi Hekla verið
móðir hennar. Árið 1934 birtust greinar
um þýðingu öskulaga í tímatali jarð-
sögunnar eftir þá Sigurð og Hákon
Bjarnason, skógræktarstjóra. Raunar
mun Hákon hafa átt upphaflegu hug-
myndina, en hann sneri sér svo síðan
að því að sýna og sanna að rækta mætti
gagnviðu og nytjaskóga á Islandi, sem
tókst. Sigurður hins vegar hóf að þróa
öskulagafræðina og má segja að út-
koma doktorsritgerðar hans um þau
efni, „Tefrokronologiska studier i
Island“, í Stokkhólmi árið 1944, sé
upphaf þeirrar fræðigreinar á alþjóða-
vettvangi. Hann studdist þar einkum
við hin svokölluðu „ljósu öskulög“ frá
Heklu, en þau stafa frá geysilega mikl-
um öskugosum í Heklu, þar sem gosið
hefur súrum vikri og ösku í feiknar-
mæli. Gos þessi eru talin vera fjögur á
forsögulegum tíma en hið fimmta úr
„eldsuppkomu hinni fyrstu í Heklu-
felli“ 1104, með eftirhreytum árið
1158. Öskuna lagði norður og austur
yfir land, því að svo vel vill til, að
öskugosin í Heklu, súr og basísk, verða
yfirleitt í suðlægum áttum. Þar koma
þau fram sem ljósar rendur í jarðvegi
og marka tímabil í jarðsögunni.
Hekla varð á fleiri vegu til eflingar
eldfjallafræðinni hér á landi. Heklu-
gosið 1947 var fyrsta eldgosið, sem
íslenskir vísindamenn rannsökuðu ítar-
lega meðan á því stóð. Framan af
öldinni höfðu flest gos orðið í óbyggð-
-128-