Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 173
Goðasteinn 1997
leyti riðið í bútum og bitum) saman við
allvel staðfestar langreiðir tveggja
þekktra manna á 19. öld. Arangur af
þessum athugunum greinir hér á eftir.
Með mér á þessum reiðferðum voru
félagar úr sumarbústaðahverfinu í
Gaddstaðalandi, sér í lagi Skúli
Pálsson, lögfræðingur, og að auki tveir
gamlir vinir: Guðjón Sveinbjörnsson,
bóndi í Uppsölum í Flóa, og Freyr
Magnússon, verslunarstjóri í Reykja-
vík. Ólafur Valsson, Landmælingum
ríkisins, gerði kort, sem hér fylgja. Er
öllum þessum mönnum þökkuð sam-
fylgd og samvinna.
FERÐFLOSAÁ
ÞRIHYRNINGSHALSA
í 124. kafla Njálssögu* er haft svo
eftir Flosa: „En dróttinsdag, þá er átta
vikur eru til vetrar, þá mun ek láta
syngja mér messu heima ok ríða síðan
vestr yfir Lómagnúpssand. Hverr várr
skal hafa tvá hesta . . .** Ek mun ríða
dróttinsdaginn ok svá nóttina með. En
annan dag vikunnar mun ek kominn á
Þríhyrningshálsa fyrir miðjan aftan.“
Ketill Sigfússon er undrandi á þessari
miklu reið og hraða eins og Einar Ólaf-
ur Sveinsson bendir réttilega á í neðan-
málsgrein. Flosi svarar honum þá á
þessa leið: „Ek mun ríða upp ór Skapt-
ártungu ok fyrir norðan Eyjafjallajökul
ok ofan í Goðaland, ok má þetta end-
ask, ef ek ríð hvatliga.“ í athugasemd-
um sínum leiðir Einar Ólafur Sveins-
son að því orðum, að ferð Flosa geti
farið að líkum, en ræðir það litlu meir.
Líður nú fram sumarið og á tilsett-
um tíma að loknum heyönnum (sbr.
124. kafla), hefja Flosi og félagar hans
ferðina. I 126. kafla Njálssögu er því
lýst, að Flosi lét snemma veita sér tíðir
drottinsdaginn, hélt vestur sand
(Lómagnúpssand) og bað menn ekki
ríða ákaflega í fyrstu og halda hópinn.
Þeir riðu svo vestur til Kirkjubæjar
(Kirkjubæjarklausturs), og enn voru
guðrækniiðkanir ofarlega í huga Flosa,
því að hann gengur þar til kirkju og
lætur biðjast fyrir. Um framhald ferð-
arinnar segir svo orðrétt í 126. kafla:
„Síðan stigu þeir á hesta sína og riðu
upp á fjall ok svá til Fiskivatna og riðu
fyrir vestan vötnin ok stefndu svá vestr
sandinn [Mælifellssand], - létu þeir þá
Eyjafjallajökul á vinstri hönd - ok svá
ofan í Goðaland ok svá til Markarfljóts
ok komu um nónskeið annan dag viku
á Þríhyrningshálsa og biðu þar til miðs
aptans“, en þangað áttu þá liðsmenn
hans í Fljótshlíð og grennd að vera
komnir (sbr. 124. kafla).
Samkvæmt neðanmálsgrein við 130.
kafla ætti Njálsbrenna að hafa verið
1010 eða 1011. Ef síðara ártalið er rétt-
| ara, eins og ég tel vera, hefur Flosi og
* Tilvísanir í Njálssögu (Brennu-Njálssögu, Njálu) eiga við útgáfu Einars Ólafs Sveinssonar
1954 (sbr. heimildaskrá).
** Freistandi er að œtla, að á öðrum hestinum hafi verið einhvers konar klyfsöðull undir nesti,
búnað og vopn.
-171-