Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 186
Goðasteinn 1997
milli mála, að þessar tóftir hljóta að
teljast til merkustu fornleifa í Rangár-
þingi. Vonandi verða þær einhvern
tíma rannsakaðar og tímasettar. Því
næst stigum við á bak, fórum yfir
lækinn og riðum upp brekkuna, upp í
fjallið, og tókum mið af „typpunni“,
sem áður er nefnd (sjá mynd 3).
Neðsti hluti brekkunnar (um það bil
100 m upp eða heldur styttra) er gró-
inn. Þessi spotti var riðinn. Þá taka við
lítt grónar eða ógrónar skriður, sem að
vísu mega ekki vera öllu lausari í sér,
svo að vel fært sé. Þarna teymdum við.
Neðarlega í þessum skriðum, nokkurn
veginn í miðri hlíð á móts við Selhnúk,
neitaði lítt þjálfaði hesturinn að fara
lengra. Varð því úr, að einn okkar biði í
miðri hlíð eða svo með þrjá hesta,
meðan við hinir færum upp. Var reynd-
ar hagræði að þessu, þegar niður var
farið, því að miða mátti leiðina við
manninn og hrossin.
Hestar okkar tveggja, sem upp fór-
um, runnu létt á eftir okkur. Við hvíld-
um allnokkrum sinnum og voru hest-
arnir bæði ljúfir að stansa og fara aftur
af stað. Sannaðist því hér, sem Þor-
valdur Thoroddsen segir einhvers
staðar í Ferðabók sinni, að duglegir
hestar fylgja lausgangandi manni hvar í
brattlendi, sem hann fer, hjálparlaust.
Upp komum við hjá „typpunni“, stig-
um þar á bak og riðum rólega til suð-
vesturs eftir hrygg fjallsins í um það bil
680 m hæð þannig, að létt kastaði toppi
eins og segir í skrúðmáli. Til austurs
verður ekki riðið vegna þess, hve fjalls-
hryggurinn er þar aðkrepptur og Aust-
urhornið er nærri (sjá myndir 3 og 4).
Hryggur fjallsins er hins vegar svo
breiður til vesturs, að enginn vandi er
að ríða þar lítið eitt upp af fetinu með
þrjá til reiðar. Við komum á brúnir
Flosadals, sem nú er alveg gróðurlaus
að kalla. Annar okkar fór þangað niður
með hestana í taumi, en hinn skoðaði
fjallið betur og naut útsýnisins, þótt
skyggni hefði mátt vera betra. Um
Flosadal er það að segja, að hann er
sem skál í laginu og gæti sem hægast
rúmað 100-200 hesta, ef vörslumenn
væru með.
Við snerum svo aftur norðaustur
eftir fjallshryggnum, fórum af baki við
„typpuna“, teymdum hestana í átt að
manninum og hrossunum í miðri hlíð
og svo niður að seljarústunum. Ferðin
öll upp fjallið, í Flosadal og niður aftur
tók okkur einungis 1 f/2 klst.
Af þessu dreg ég þá ályktun, að
Flosi hefði vel getað geymt hesta sína
og manna sinna í dalnum og hið
minnsta mál hefði verið að ferja þá upp
og niður fjallið í skjóli myrkurs.
Hestarnir hefðu jafnframt getað fyllt
sig allvel á 3-4 klst. niðri á graslendinu
og nægur var mannskapurinn til þess
að ferja þá og gæta. Mannskapurinn
hefur svo fengið sitt fóður hjá fólkinu
„undir Þríhyrningi“. Það kæmi mér
ekki á óvart, að Flosi hefði þegar verið
búinn að draga þar að nokkur föng, sbr.
það, sem segir um svipaða fyrirhyggju
Flosa síðast í 131. kafla.
Sumarið 1995 riðum við í dýrðar-
veðri aftur frá Teigi, en lögðum nú
-184-