Goðasteinn - 01.09.1997, Side 39
Goðasteinn 1997
kvöld, þá var fullbúin áætlun fyrir
morgundaginn í höfði þeirra bræðra, og
beið dögunar. Það yrði eftirminnilegur
dagur.
Vissulega varð hann það, því enn í
dag, áttatíu árum síðar, minnast menn
hans, sem dags hinna miklu vonbrigða.
Að morgni næsta dags er risið var úr
rekkju í Vesturholtum, varð sá atburð-
ur, sem fólkið sagði að ætti sér enga
hliðstæðu þar á bæ, og yrði að skrá í
annála. Það var venja að bræðurnir
Guðjón og Olafur væru látnir sofa
lengur á morgnana en fullorðna fólkið.
Þrátt fyrir það gekk alltaf afar illa að
vekja þá, og dæmi til þess að þeir
vöknuðu án annarra íhlutunar voru
engin. Þennan sjaldgæfa atburð bar að
með þeim hætti er nú skal greina.
Þennan morgun vöknuðu bræðurnir
þegar fólkið fór að klæða sig, risu á
fætur og klæddust í skyndi. Menn setti
hljóða og máttu vart mæla um sinn af
undrun.
Bræðurnir höfðu ekki veitt veðrinu
neina athygli undanfarna daga, en það
hafði verið frost, og ís þakti því alla
polla og keldur, svo hvergi náðist í
vatn. Þetta hefði þurft að athuga áður
en farið var að prófa skinnsokkana, þá
hefðu vonbrigðin ekki orðið eins sár.
Eftir að hafa klæðst í ógnarflýti, hröð-
uðu Guðjón og Ólafur sér fram í bæinn
þangað, sem þeir geymdu nýju skinn-
sokkana og tóku að ferðbúast. Svolítið
gekk það illa í fyrstu, sökum tauga-
spennu og óþols, en hafðist þó að
lokum og voru þá báðir við að springa
af óþolinmæði. Gaman væri að eiga
mynd af þeim í þessum fótabúnaði.
Tveir litlir strákar, í mikið bættum
buxum, sem tæpast náðu niður á hné
og skinnsokkum, sem ekki náðu hærra
en á mjóleggi, þar var svo bundið utan
um fótinn með snærisspotta til þess að
halda sokkunum uppi.
Eftir að öllum undirbúningi var
lokið, héldu þeir fram bæjargöngin
áleiðis út á hlað. Stórum áfanga í langri
baráttu var náð, aðeins var eftir að dýfa
fótunum ofan í vatn til þess svo að gá
innan í skinnsokkana á eftir, til að sjá
hvort þeir hefðu lekið. Þessir sömu
skinnsokkar áttu eftir að kenna þeim,
að önnur og auðveldari leið hentaði
betur til þeirra fræðslustarfa. Þeir tóku
nú stefnuna að polli einum, sem þeir
þekktu vel og alltaf hafði tekið þeim
vinsamlega hvað oft sem þeir komu,
hann sást illa því lítið var farið að birta
en það bagaði ekki að þeir vissu hvar
hann var. Þegar þeir komu að pollinum
hægðu þeir ferðina og stigu gætilega út
í hann, til þess að bleyta sig ekki, en
hér var ekki allt með feldu, Guðjón
ætlaði að þreifa með hendinni og finna
hvort vatnið væri enn á sínum stað, en
fyrir hendinni var sléttur ís. Eins og
áður segir voru þeir bræður varla með
sjálfum sér undanfarna daga, af spenn-
ingi og eftirvæntingu. Og nú var eins
og þeir vöknuðu af dvala, og við blasti
ískaldur veruleikinn, hvert sem litið
var. Þeim varð litið hvorum til annars
og svipur þeirra varð dágott hlátursefni
þegar þeim varð ljóst að síðustu dagana
höfðu þeir alveg gleymt því að til væri
eitthvað, sem héti veður eða veðrátta,
-37-