Goðasteinn - 01.09.1997, Side 118
Goðasteinn 1997
hlutskipti að vera fjósadrengur í Snjall-
steinshöfða og njóta alls þess, sem ég
naut þar, í staðinn fyrir að vera bæði
heyrandi og áhorfandi að þeim skrfpa-
leik, sem kennaramyndin gerði sér að
atvinnu, og sem ég hefði annars orðið
að vera misjafnlega vel séður eins
konar þátttakandi í.
Ég undi vel hag mínum í nýju og
fyrstu vistinni, þó var mér æskuheimili
mitt og foreldrar mjög kærir og hefur
ávallt verið. Samt er mér ljúft að viður-
kenna, að vistaskiptin voru mér á flest-
an hátt lærdómsrík og hagstæð, og þá
ekki hvað síst hvað meðferð verðmæta
og efnahag snerti. Heimilið var að áliti
þeirra sem til þekktu vel efnað, hagsýnt
og reglusamt, og var ekki um neitt
oflof að ræða. Ekki varð séð að eitt eða
neitt vantaði þar sem til nauðsynja var
talið á þeim árum, aftur á móti sáust
þar ekki ónauðsynlegir hlutir eða neitt,
sem borið gæti vitni um yfirborðs-
mennsku eða prjál. Allir á heimilinu
voru mér góðir og þó alveg sérstaklega
húsbændurnir. Ekki hafði ég lengi
dvalið þar, þegar Jóhann gaf mér lamb,
ásamt fóðri til vors, og munu hjónin
hafa átt sameiginlegan hlut að því.
Ég var ævinlega ávarpaður með
hinu hlýja viðmóti „væni minn“ eða
„góði minn“ og aldrei man ég eftir að
ég fengi ákúrur fyrir illa unnin fjósa-
verk eða neitt annað sem ég gerði, að-
eins vinsamlegar ábendingar um allt
sem betur mátti fara.
Fæðið var ágætt og fram borið af
rausn og myndarskap. Ævinlega þegar
Halldóra skammtaði mér skyr, var útá-
látið vel útilátinn skammtur af rjóma,
og óx mér þar fljótlega fiskur um
hrygg. Þó rakti ég að nokkru leyti
ástæðurnar fyrir þeim framförum til
þriggja steina, sem voru skammt frá
bænum, eða uppi á Höfðanum sem svo
var nefndur. Sá minnsti þeirra nefnist
Amlóði, sá næsti Hálfsterkur og hinn
þriðji Fullsterkur. Enginn þeirra var
mitt meðfæri þegar fundum okkar bar
fyrst saman, en þar sem ég átti oft eftir
að eiga heima í Snjallsteinshöfða urð-
um við ef svo mætti segja eins konar
félagar, að minnsta kosti minntist ég
oft við þá, og ekki mjög löngu seinna
var ég orðinn það mikill karlmaður að
ég gat lyft Fullsterk upp í nokkra hæð,
enda var ég þá farinn að gegna ýmsum
öðrum og geðþekkari störfum en fjósa-
mennskunni.
Má í því sambandi nefna, að eftir að
ég nálgaðist nokkurn veginn það tak-
mark að vera tekinn gildur (með
nokkurri undanþágu þó) sem fjall-
maður við haustsmölun á afrétti fór ég
mörg haust til fjalls frá nefndu heimili.
Ef til vill hefur ekki verið tekið hart á
hæfileikum mínum til þeirra hluta til að
byrja með þar sem faðir minn var vel
séður fjallkóngur á afréttinum, og naut
ég þar að sjálfsögðu þess er á vantaði
til að vera fullgildur fjallmaður.
Að öðru leyti var framlag heimil-
isins til þeirra ferða með ágætum, og
má í því sambandi nefna hestakost,
matföng og aðbúnað allan, sem nauð-
synlegur var talinn, og var vægast sagt
ekkert af því skorið við nögE Að
göngum loknum dvaldi ég ævinlega á
-116-