Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 289
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
og Guðbjargar og nokkrum árum síðar
að Teigi til Alberts og Salvarar og ólst
upp hjá þeim þar til hann, uppkominn
maður, fór í vinnumennsku til annarra
og einnig til vertíðarstarfa á vetrum til
Vestmannaeyja.
Þó að vera hans þar væri eina við-
dvöl hans utan sinnar kæru heima-
sveitar, og Iöngum minnisstæð, þá var
honuin engin eftirsjá að þessari dvöl
við sjávarsíðuna, því að sveitin og
búskapurinn, fjöllin og fénaðurinn, átti
hug hans allan. Atti hann jafnan
sterkar taugar til æsku- og uppeldis-
stöðva sinna og fjölskyldunnar í Teigi.
Og varla yrði fundinn meiri unnandi
sveitar sinnar og þess sem hún býr yfir
og býður börnum sínum.
Arið 1943, í miðri heimsstyrjöld-
inni síðari þegar straumur ungs fólks
lá til höfuðborgarinnar og í herstöðva-
vinnuna, fékk Hallgrímur sér jörð til
ábúðar. Hann fór að búa í Deild þá um
vorið og var Ingibjörg systir hans með
honum þar í búskap og heimilshaldi
um 12 ára skeið.
Móðir þeirra systkina hafði verið
ráðskona á næsta bæ, Heylæk, frá
1930 og hafði 1934 tekið í fóstur fárra
mánaða stúlkubarn, Kolbrúnu
Valdimarsdóttur, sem hún ól upp sem
eigin dóttir væri og systir hennar eigin
barna. Bæirnir frá Teigi og inn að
Deild standa þétt og á þessum árum
var mikill samgangur og náin sam-
vinna milli heimilanna þar.
Á fimmta búskaparári Hallgríms í
Deild varð hið mikla eldgos í Heklu í
marslok 1947, þegar öskulagið frá
gosinu þakti alla innanverða Fljótshlíð
og ógnaði búsetu og afkomu í fyrstu.
Uppgjöf var þó ekki í huga fólks, held-
ur tekist á við erfiðleikana og sigri
náð. Hallgrímur var áhugasamur um
nýjungar tækninnar, sem um þetta
leyti voru að koma til sögu í búskapn-
um og tileinkaði sér þær eftir föngum.
Áður hafði hann verið fyrstur til að
taka upp nýjan og þægilegri fótabúnað
í fjallferðum en fram um 1940 þóttu
heimagerðu skinnskórnir einir viðeig-
andi í slíkum ferðum. Er þetta lítið
dæmi um opinn hug og útsjónarsemi
Hallgríms.
Árið 1955 keypti Hallgrímur jörð-
ina Fljótsdal og flutti þangað með
móður sína með sér, sem þá var orðin
heilsuveil. í Fljótsdal kom hann upp
myndarlegu fjárbúi, enda víðlent og
gott beitiland þar til heiðar og fjalls.
Undi hann sér þar vel um 11 ára skeið.
En fjárbúskapur á stórri fjalljörð út-
heimtir einatt erfiði og þolraunir þegar
natni og umhyggja ræður för í fjár-
mennskunni. Og Hallgrímur lagði ein-
att mikið á sig, einnig í annarra þágu,
við að bjarga kindum úr hillum og
hamraflugum og var þekktur að hug-
kvæmni og ráðsnilld í slíkum hættu-
störfum.
Hann var farinn að kenna afleiðinga
þessa erfiðis, þegar hann seldi jörð
sína og flutti að Ásvelli, lítilli og hægri
jörð í Úthlíðinni, árið 1966. Bjó hann
þar fremur litlu en snotru búi í rúm 20
ár eða þar til hann fluttist á Dvalar-
heimilið Kirkjuhvol árið 1987. Á bú-
skaparárum sínum í Fljótsdal og á
Ásvelli hafði Hallgrímur ráðskonur.
Þær höfðu með sér börn sín, sem ólust
-287-