Goðasteinn - 01.09.1997, Side 214
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sveitarféiög
Fljótshlíðarhreppur
íbúar í Fljótshlíðarhreppi 1. des. 1996
voru 207, þar af 87 konur og 120 karlar.
Hafði íbúum fækkað um 5 frá árinu 1995.
Heimili voru 51. Aldursskipting var þann-
ig: 0-14 ára 53, 15-18 ára voru 17, 19-66
ára 112 og 67 ára og eldri 25.
Framkvæmdir - rekstur
Rekstur sveitarfélagsins var með svip-
uðu sniði og undanfarin ár.
Mikil samvinna er á milli sveitarfélag-
anna um rekstur á málaflokkum t.d.
skólamálum, öldrunarmálum, heilbrigðis-
eftirliti, brunamálum, sorpeyðingu o. fl.
Afram var haldið endurbótum á fast-
eignum hreppsins, einnig var byggt
aðstöðuhús í Þórólfsfelli. Framkvæmdir
einstaklinga voru þær helstar að haugþró
var byggð í Smáratúni, hlaða í Bollakoti,
viðbygging við íbúðarhús á Staðarbakka
og hafist var handa við byggingu á um
3000 m- samkomuhúsi í Kirkjulækjarkoti.
Einnig voru reist nokkur sumarhús.
Skólamál
í Fljótshlíðarskóla voru 33 börn í 1.-7.
bekk og í Hvolsskóla stunduðu 12 börn
nám í 8.-10. bekk. Skólahald var með
svipuðu sniði.
Atvinnumál
Stærsti vinnuveitandinn í sveitarfélag-
inu var sem fyrr Skógrækt ríkisins á
Tumastöðum. Þó nokkur fjöldi Fljóts-
hlíðinga sækir vinnu út fyrir hreppinn,
aðallega í Hvolsvöll. Hefðbundinn land-
búnaður hefur farið minnkandi á undan-
förnum árum. Búfjáreign í hreppnum
haustið 1996 var eftirfarandi samkv. forða-
gæsluskýrslum: Kýr 383, kvígur 198, geld-
neyti 189, alls 923. Sauðfé samtals 4.446
og hross samtals 632.
Heyfengur 42.344 m3, kornuppskera
44,5 tonn og kartöflur 40 tonn.
Starfsemi félaga
Starfsemi félaga í sveitinni var með
svipuðu sniði og undanfarin ár. Tvær
stórhátíðir voru haldnar á árinu, flugmót í
Múlakoti og Hvítasunnuhátíð í Kirkju-
lækjarkoti.
Þjónusta
Leigð er lit gisting í Bólstað, sem er
afréttarhús Fljótshlíðinga, einnig er
félagsheimilið Goðaland leigt út fyrir
ættarmót o. fl.
Önnur þjónusta er sú að rekin er gisting
o. fl. í Smáratúni, Eyvindarmúla, Húsinu
og Kirkjulækjarkoti. Farfuglaheimili er í
Fljótsdal. Skógræktin er með plöntusölu á
Tumastöðum og listagal lerý er í Lambey.
Reiðnámskeið o. fl. á Núpi. Viðgerðir,
smíði o. fl. í Hlíðarbóli, Kirkjulækjarkoti
og á Sámsstöðum. Veiðileyfi seld í Þverá.
Kristinn Jónsson
-212-