Goðasteinn - 01.09.1997, Side 83
Goðasteinn 1997
JÚlí
Júlí var hægviðrasamur og austlæg-
ar og vestsuðvestlægar áttir nær alls
ráðandi. Norðanátt var aðeins þrjá
daga. Mánuðurinn var einkar hlýr og
komst hiti nokkuð oft í 16-18°. Sólar
naut meira eða minna 14 daga og voru
þessir dagar á víð og dreif um mán-
uðinn. Það rigndi fjóra daga og skúrir
voru tvo daga, en að öðru leyti skýjað.
Heyskapartíð var hagstæð og luku
margir fyrri slætti laust fyrir miðjan
júlí. I Sunnlenska fréttblaðinu sem kom
út 10. júlí, segir svo: „Fyrri slætti er nú
lokið á mörgum bæjum á Suðurlandi
og eru mjög margir auk þess langt
komnir.“
/
Agúst
Mánuðurinn var einstaklega hæg-
viðrasamur og vindáttir mjög breyti
legar. Frá 1.-7. var hiti á bilinu 11-12°
og á tímabilinu 7.-19. komst hiti
nokkrum sinnum í 16-17° og mest í 18°
þ. 18. Eftir þ. 19. lækkuðu hitatölur
niður í 12-13° að undanteknum
dögunum 23.-25., en þá komst hitinn í
16-17°. Næturfrost var ekki í
mánuðinum, en aðfaranætur þ. 23. og
25. fór hiti niður í 1°. Sólar naut að
meira eða minna leyti 14 daga, rigning
6 daga og smáskúra varð vart fimm
daga, en að öðru leyti skýjað.
September
September var eindæma votviðra-
samur. Sólar naut daglangt aðeins þrjá
daga, þ. 25., 29. og 30. og að hluta til
dagana 3., 7., og 14. Fimm daga var
alskýjað án úrkomu, en að öðru leyti
var úrkoma, þokusúld eða skúraveður
og samfelld rigning 6 daga. Suðaustan-
og suðvestanáttir voru ríkjandi til 15.
sept., en þá fór áttin að halla sér til
austnorð-austurs. Vindar voru yfirleitt
hægir, en talsverður austanstrekkingur
var dagana 15., 17., og þ. 30. Mánuð-
urinn var einkar hlýr, hiti fór aldrei
undir 10° að degi til og var oft á bilinu
11-13° og fór í 14° þá best lét. Ekki
varð næturfrost í mánuðinum.
Kornsláttur byrjaði 3. sept., en
linnulítil votviðri töfðu mjög fyrir
slættinum og það var ekki fyrr en 13.
október að honum lauk.
Október
Austan- og norðaustanáttir voru að
mestu ráðandi í mánuðinum og yfirleitt
hægar að undanteknum dögunum þ. 2.,
6., 8., og 24., en þá komst veðurhæð í
8-9 vindst. í hviðum. Dagana 1 .-9. var
fremur hlýtt miðað við árstíma, en að
kvöldi þ. 10. fór hitastig niður í mínus
1° og var það fyrsta frostið á haustinu.
Frost var að morgni og kvöldi dagana
11.-13., frá 1-3°, en fór vel yfir frost-
mark að deginum. Frá þ. 14.-27. var
hlýtt í veðri, hiti oft á bilinu 8-10° og
komst í 11° þ. 16. Að kvöldi þ. 13.
snjóaði svolítið og var það fyrsti
snjórinn á haustinu. Morguninn eftir
var snjórinn horfinn. Þann 28. kólnaði í
veðri og þ. 30. var snjókoma til kl. 19
og var þá kominn 35 sm jafnfallinn
snjór. Þ. 31. var bjartviðri með skaf-
renningi og 2° frosti.
-81-