Goðasteinn - 01.09.1997, Side 303
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
flest önnur börn við öll venjubundin
störf sveitaheimilisins, duglegur og
iðinn. Hann naut hefðbundinnar mennt-
unar síns tíma og upp óx ungur maður
með farsælt veganesti út í lífið.
Þann 29. desember 1968 kvæntist
hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Onnu
Magnúsdóttur frá Hvammi undir Eyja-
fjöllum. Eignuðust þau 3 börn, þau Lóu
Rún f. 17. október 1965, hún býr í
Reykjavík og á dótturina Önnu Krist-
ínu; Ingu Jónu f. 8 október 1966, sam-
býlismaður hennar er Þórður Þorgeirs-
son og eiga þau soninn Kristin Rey; og
Eyjólf f. 18. júní 1976 og býr hann enn
í heimahúsum. Allt ungviði átti hauk í
horni þar sem Kristinn var, hann var
hlýr fjölskyldufaðir og fjölskyldan
veitti honum hina dýpstu hamingju.
Hann fylgdist glöggt með framgangi
mála innan hennar og naut þess þegar
hún var öll saman komin á góðri stund.
Ungu hjónin fluttu fljótlega upp á
Land, að Hvammi með dæturnar ungar
og bjuggu þar í 5 ár, en fluttu þá að
Hellu, þar sem þau hafa átt heinia
síðan, lengst af að Drafnarsandi 5. Arin
sem við tóku þegar börnin fóru að
koma í heiminn, voru vinnu- og
þroskaár. Kristinn var maður verka-
drjúgur um dagana, afar vel að manni
og óragur í hvívetna. Hann fékkst við
margs konar störf, var bílstjóri lengst
af, en vann einnig almenn verkamanna-
störf. Þau hjón voru samhent og sam-
eiginlega stóðu þau að uppeldi barn-
anna sem öll þeirra hamingja og gleði
snerist um og fjölskyldulíf þeirra var
farsælt.
Kristinn var orðfár maður og því
ekki allra, en hreinskiptinn og tjáði
hugsanir sínar umbúðalaust. Hann tók
sér aldrei neitt fyrir hendur til að þókn-
ast öðrum, en hann reyndist náunga
sínum vel, - enginn var betri þegar á
þurfti að halda. Nánum vinum og ást-
vinum var hann traustur sem bjarg.
Ekkert var honum fjær skapi en prjál,
gervimennska eða uppveðrun og fjas út
af smámunum. 1 hans fari var aldrei
nein hálfvelgja, - hann kom til dyranna
eins og hann var klæddur og gekk
hreint til verks.
Hann var skapmaður, en hann hafði
öðlast styrk og þroska til að stilla og
beisla geð sitt og var það fremur skap-
festa sem einkenndi hátterni hans og
stærstur var hann á erfiðum stundum.
Hugur Kristins var tíðum bundinn
heimabyggðinni. Hann var í innsta eðli
sínu barn sveitarinnar sinnar, Land-
sveitarinnar, sem var honum mjög kær,
en einnig naut hann fegurðarinnar og
landkostanna sem Eyjafjöllin skarta.
Umgengni við skepnur var honum í
blóð borin og hefði án efa orðið bú-
höldur vænn, svo mikið yndi sem hann
hafði af fénaði, hestum og skepnum
almennt og fylgdist vel með hvernig
farnaðist á heimaslóðum. Ófáar voru
ferðirnar upp á Land að aðstoða föður
sinn við búskapinn, alla tíð tilbúinn að
hjálpa og gera þeim foreldrum sínum
og tengdaföður sínum greiða, oftast
óbeðinn. Sjálfur átti hann álitlegt hesta-
stóð sem hann hafði aðstöðu fyrir hjá
tengdaföður sínum og þar var ræktunin
í fyrirrúmi.
Kristinn var hraustmenni og lét ekki
uppiskátt við neinn, ef hann hefur
-301-