Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 46
Goðasteinn 1997
þá, eða það annað, er hindrað getur greiða
framrás vatnsins, og hafi þeir, sem neðstir
búa, rjett til að stífla þá fyrst og svo hver
af öðrum sem ofar búa með þeim. Allar
stíflur skulu vera úr timbri. Að öðru leyti
ákveður eftirlitsmaður i hverju einstöku
tilfelli, hve lengi hver um sig má halda
vatninu, svo og hvenær byrja skal að
stífla.
6. gr.
Kostnað við skoðun skurðanna svo og
endurbætur þeirra, samkvæmt 4. gr., skal
eftirlitsmaður jafna niður eftir hundraða-
tali jarðanna á alla þá ábúendur, er tilkall
hafa til áveitu eða afræslu samkvæmt 1.
gr-
7. gr.
Vanræki einhver að inna af hendi vinnu
þá að viðhaldi skurðanna, sem eftirlits-
maður fyrirskipar samkvæmt 5. gr., skal
hann láta vinna verkið á kostnað hinna
brotlegu. Eftirlitsmaður skal halda bók
löggilta af sýslumanni yfir alla fjelags-
vinnu og þau verk, er unnin eru á annara
kostnað, og skal hún í hvert sinn
undirskrifuð af þeim, sem verkið vinna.
Bók þessi borgast af sveitarsjóði.
8. gr.
Vexti og afborganir af láni því, sem
búnaðarfjelag Austur-Landeyjahrepps
hefir tekið til áveitufyrirtækisins, skal
jafnað á allar jarðir, er tilkall hafa til
áveitunnar eða afræslunnar, eftir hundr-
aðatali þeirra, og skulu ábúendur jarðanna
greiða hið ákveðna gjald fyrir maímán-
aðarlok ár hvert.
Niðurjöfnun þessa ber að innfæra í bók,
þar sem hver jörð, er áveita eða afræsla
tilheyrir, hefir sína síðu fyrir sig, og ritar
hver ábúandi nafn sitt undir niðurjöfnun
sinnar jarðar í bók þessari, en eftirlits-
maður eða sá, er innheimtu hefir á hendi
fyrir fjelagsins hönd, jafnar greiðslunni
niður og ritar nafn sitt við hverja greiðslu
í bókinna.
9. gr.
Brot gegn samþykt þessari varða sektum
frá 5-100 kr., er renna í sýslusjóð.
10. gr.
Mál, sem rísa út af brotum á samþykl
þessari, skulu rekin sem almenn
lögreglumál.
Samþykt þessi er hjermeð staðfest til að
öðlast gildi 1. september 1912 og birt til
eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að
máli.
í stjórnarráði íslands, 27. júlí 1912.
H. Hafstein.
Kostnaði jafnað niður
Hinn 8. nóvember 1911 tilkynnti
Sæmundur Olafsson oddviti stjórn
Búnaðarfélags íslands „að nú eru að
öllu klárir skurðir þeir sem til áveitu og
affærslu eiga að notast hjer í hreppnum
og styrks skyldu njóta.“
Á fundi Búnaðarfélags A.-Landeyja
nokkru fyrr var „lesin niðurjöfnun á
kostnaði við áveituframkvæmdir í
hreppnum“ sbr. 8. gr. samþykktar um
notkun áveitu og viðhalds skurðum á
Austur-Landeyjahreppi undirritað af
Hannesi Hafstein ráðherra, dags 27.
júlí 1912.
Niðurjöfnunin skiptist á 30 jarðir
sem nutu áveitunnar. Lánið, rúmar
þúsund krónur, var tekið í Ræktunar-
sjóði. Vextir voru 4%, greiddir 4 fyrstu
-44-