Goðasteinn - 01.09.1997, Qupperneq 59
Goðasteinn 1997
Jonína G. Loftsdóttir:
Minning um skjálftann mikla 1896
Það var seint í ágústmánuði 1896.
Eg var átta ára, og átti heima í Stóra-
Kollabæ í Fljótshlíð. Veður hafði verið
milt og gott undanfarna daga, en lítið
sólfar. Allt heimilisfólkið, tólf manns,
var gengið til náða, eftir annasaman
dag. Allir sváfu í sömu baðstofunni
eins og þá tíðkaðist á sveitaheimilum.
Eg svaf hjá systur minni, sem var
tveimur árum eldri en ég. Rúmið okkar
var þversum við ytri gafl baðstofunnar.
Allt í einu vöknum við öll við ógur-
legan hávaða, allt leikur á reiðiskjálfi,
og ekki heyrist mannsins mál. Við
sáum að afi og pabbi töluðu saman inn
við gluggann, en þeir heyrðu ekki hvor
til annars. Allt í einu kemur afi að rúm-
inu til okkar systranna, þrífur mig í
fangið og lætur mig til fóta í sitt rúm.
Systur mínar lét hann í annað rúm.
Astæðan fyrir þessu var sú, að beint
uppi yfir okkur var þungt leirrör í
gegnum baðstofumæninn, og hefði það
hrunið, var hverjum bani búinn sem
undir því hefði orði.
Loks lauk svo þessum ógnþrungnu
augnablikum, og kyrrð komst á.
Okkur fannst þessi stund heil eilífð,
en seinna var talið að hræringin hefði
varað í eina til tvær mínútur.
Eg man ekki eftir fleiru þetta kvöld,
hef víst sofnað bráðlega aftur þrátt fyrir
hræðsluna sem greip mig, meðan mest
gekk á.
Næsta morgun er ég vaknaði var
enginn íbaðstofunni.
Varð ég þá mjög hrædd. Eg þorði
ekki að klæða mig eða hlaupa út, ég
tók það ráð að breiða sængina upp yfir
höfuð, og bíða þar til einhver kæmi
inn. Eftir stutta stund kom mamma og
hjálpaði mér í fötin. Sagðist hún ekki
hafa tímt að vekja mig, ég hefði sofið
þegar hún var að klæða hin börnin.
Pabbi og afi voru farnir til hjálpar á bæ
skammt frá.
Þar höfðu hrunið öll bæjarhús nema
baðstofan, sem hékk uppi mikið
skemmd. Vík ég aftur að því sem
gerðist þennan morgun.
Þegar klukkan var að ganga tíu,
voru þær úti, amma og mamma að
sinna mjöltum, en við börnin vorum öll
inni, sex að tölu og hafði mamma
beðið kaupakonu, sem var á heimilinu,
að vera hjá börnunum og vera viðbúna
að hjálpa þeim út um gluggann, ef ein-
hver hreyfing yrði, og lofaði hún því.
Gekk nú allt vel til að byrja með. En
allt í einu kemur snarpur jarðskjálfta-
kippur. Við börnin hlaupum að glugg-
anum, sem stóð opinn, en þá er það
Guðný sem kemur hljóðandi af
hræðslu, ýtir okkur frá, en fer sjálf út,
-57-