Goðasteinn - 01.09.1997, Side 188
Goðasteinn 1997
inn og ekki ríða um of í fyrstu (126.
kafli)).
Flosi gat ekki búist við því að koma
Njáli og sonum hans að óvörum. För
hans að austan var um of njörvuð niður
og á svo margra vitorði, að um fjölda
„leka“ gat verið að ræða. Þá voru
„fréttamiðlar þeirra tíma“, förukon-
urnar, og sérlega virkir eins og allvíða
kemur fram í Njálu (sbr. hvernig fregn-
in uni austankomu Flosa barst þeim
Helga og Grími (127. kafli)). Þótt Flosi
hefði án efa verið búinn að búa í hag-
inn fyrir dvöl þeirra félaga í fjallinu
Þrfhyrningi, og allt skapferli hans var á
þá lund, lætur hann það ekki uppi fyrr
en í síðustu lög (sbr. áður tilvitnaðan
stað í 130. kafla). Þríhyrningur átti sem
sagt að vera það, sem í herfræði kallast
„secured base“, og það átti að vera á
sem fæstra vitorði. Hinn hluti herferð-
arinnar var það, sem kallast „mobil
warfare“ á herfræðilegu máli, og hlaut
að vera á margra vitorði og mátti jafn-
vel nota til blekkinga (sbr. á undan).
Svo sem áður segir er ekkert því til
fyrirstöðu að geyma marga hesta um
daga að sumri til í Flosadal, teyma þá
niður um nótt, láta þá fylla sig í góðum
haga í Kirkjulækjarflóði og drekka og
fara svo með þá upp aftur áður en bjart
yrði, ef nægur mannskapur væri til-
tækur. Og Flosa vantaði ekki mannafla!
Hluti af „secured base“ Flosa í Þríhyrn-
ingi var og, að bækistöð hans þar væri í
landi vina, skyldmenna eða vensla-
menna og/eða fylgjenda. Beggja megin
Þríhyrnings virðist fólk einmitt hafa
verið honum vinveitt eða fylgjandi, þó
væntanlega að undanskildum Ingjaldi á
Keldum. Hvergi gat hann því verið
betur settur til þess að felast og hvílast
og leiða óvini sína afvega en einmitt í
Þríhyrningi. Til þess að láta sér koma
þessi herfræði til hugar og framkvæma
þarf samt ekkert minna en snilli.
Ef Flosi hefði verið á dögum og her-
foringi í seinni heimsstyrjöldinni,
hefðu herforingjahæfileikar hans án efa
risið hátt og honum því verið skipað á
bekk með þeim Montgomery og von
Rundstedt og það, sem meira er, þeir
hefðu mátt vera stoltir af! Trúlega hefði
Flosi þó líkst mest Rommel og Patton
vegna dirfsku sinnar og sóknarhörku
og vegna þess, að þeir voru allir bein-
línis í herförum með liði sínu. Flosi
hefði þó allra mest líkst Patton vegna
mikilla geðbrigða (svo sem þegar
Skarphéðinn storkaði honum á Alþingi
vegna slæðanna og bótanna, sem faðir
hans lagði í ábæti á fjárhrúguna (sbr.
123. kafla).
Eg dvaldist mörg ár erlendis og þá
oftar en ekki á stöðum þar, sem fátt var
um Islendinga. A hverjum vetri bak
jóla tók ég mig til og las Njálu á kvöld-
stundum til þess að halda mér við í
málinu og svo til þess að lesa góða
sögu. Njála er meistaralega sögð saga
þar, sem höfundur leikur sér með text-
ann, slær stundum úr og hægir ferðina
eða í og magnar upp atburðarásina. Þá
koma fyrir kaflar með lagaflækjum,
loftsýnum og öðrum fyrirboðum svo og
hreinum ólíkindaburðum (sbr. Björn í
Mörk). Þessi magnaði leikur með
söguefnið minnir mig hvað eftir annað
-186-