Goðasteinn - 01.09.1997, Qupperneq 13
Goðasteinn 1997
í upphafi leiks, áður en sýning hófst,
sungum við öll saman að tjaldabaki
hinn gamalkunna leikhússöng:
Þá velkomna bjóðum vér,
sem vilja taka sceti hér.
Vér óskum þess að þér getið
með ánœgju hjá oss setið.
Við mörgu búast megið þér
því margt á bakvið tjaldið er.
Þetta er létt og frísklegt göngulag
eftir J. W. Wehrli, svissneskan kórlaga-
höfund, f. 1892 - d. 1944. Með þessum
létta og frísklega söng vildum við
bjóða gesti okkar velkomna, ásamt því
að vekja þeim eftirvæntingu og gleði.
Ekki verður hér lagður dómur á
hversu vel eða illa leikendur skiluðu
hlutverkum sínum, en í heild þótti leik-
urinn takast vonum framar. Aldinn
vinur minn, sem sá leikinn þá tólf ára
gamall, en hefur síðan horft á ótal leik-
uppfærslur bæði hérlendis og erlendis,
meðal annars Skugga-Svein, segir það
skoðun sína að þessi sýning okkar
krakkanna í Trausta sé sú trúverðugasta
og skemmtilegasta sem hann hafi séð.
Leikurinn og látbragðið hafi verið svo
frjálst og eðlilegt, ómengað af lærðum
„formúlum“ fræðanna. Hann trúði því
þá að atburðirnir væru í raun og veru
að gerast. Auðvitað skorti mjög, nánast
allt, á faglega kunnáttu, en einlægni og
einbeiting náttúrubarnsins í hverjum og
einum skilaði öllu stórslysalaust til
lands í lokin. Enn í dag hitti ég fólk,
sem réttir mér hönd og þakkar mér
fyrir Skugga-Svein.
Efst í minni frá leiknum sjálfum er
hve líkamalega erfitt mér þótti að skila
hlutverki Skugga-Sveins, klæddur
þeim kæfandi búningi sem mér var gert
að nota. Minnist ég þess að í loka-
atriðinu, þegar Sveinn sleit sig lausan
frá varðmönnum sýslumanns og hljóp
út af sviðinu, var þessi tvítugi ungling-
ur, sem undir gerfinu leyndist, allur í
einu svitabaði og að þrotum kominn.
En lúi og þreyta eru fljót að hverfa hjá
ungu fólki og svo var einnig að þessu
sinni. Eftir lifði gleðin yfir loknu verki
og dýrmæt reynsla, sem hægt en
stöðugt safnast í reynslusjóð ungmenna
á þessu aldursskeiði. Og gleðin var
síðan fullkomnuð með fjörugum dansi
það sem eftir lifði nætur, svo sem þá
var títt, við dynjandi harmonikkuspil
Dalselsbræðra.
Söngvarnir úr Skugga-Sveini hafa
orðið óendanlegur gleðigjafi á langri
vegferð liðinna ára. Þar fara saman
listilega gerð ljóð Matthíasar og hug-
ljúf sönglög, svo sem söngur Haraldar
og Ástu „Geng ég fram á gnípu“, eða
söngur stúdentanna „Látum af hárri
heiðarbrún“, og söngur Margrétar „Ein
ég sit og sauma“ og fleiri fögur Ijóð og
lög. Söngur Sveins var hrjúfari og síður
fallinn til að gleðjast við á góðum
stundum. Þó get ég enn í einrúmi notið
þess að rymja baráttusönginn hans:
„Býsna marga hildi háð“ og kann hann
ennþá frá orði til orðs.
Er ég nú, fimmtíu og sjö árum síðar,
rifja upp það sem ennþá lifir í minninu
frá þessum skemmtilega tíma og sem
óneitanlega yljar mínu gamla sinni, þá
-11-