Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 223
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sveitarfélög
Hreinlætis- og heilbrigðismál
Sveitarfélagið gerði samning við Heil-
brigðiseftirlit Suðurlands um framkvæmd
verkefnisins „Hreint Suðurland“.
Um er að ræða úttekt á neysluvatnstöku
og frárennslismálum og gefin umsögn unr
stöðu í sorphirðu og hreinlætismálum. I
niðurstöðuskýrslu Heilbrigðiseftirlitsins
kemur fram að staða þessara mála er í all-
góðu lagi í sveitarfélaginu, þó nokkuð
þurfi enn að bæta, og er verulegur áhugi
heimafyrir að nýta þessa úttekt til að taka
sameiginlega á þeim þáttum sem þar er
bent á að betur megi fara.
Ferðaþjónusta
Starfsemi tengd ferðaþjónustu fer
vaxandi í sveitarfélaginu. A árinu var
opnuð bændagisting á Efri-Rauðalæk,
Hekluferðir í Stóra-Klofa buðu ferðir til
Heklu og Hraunhestar á Lýtingsstöðum
buðu hestaferðir inn á hálendið. Þeir aðilar
sem fyrir voru héldu allir áfram rekstri, þar
er helst að telja hótelin á Leirubakka og
við Hrauneyjar, sumarhótelið á Lauga-
landi, Hekluminjasafn á Brúarlundi, gesta-
móttöku og hestaferðir frá Austvaðsholti,
„Hekluhestar", sumarstarfsemi við Land-
mannahelli, í Galtalækjarskógi og í Land-
mannalaugum.
Verslun
A árinu yfirtók Kaupélag Árnesinga
starfsemi Kaupfélags Rangæinga á Rauða-
læk. Þórður Pálmason, sem verið hefur
verkstæðisformaður á bílaverkstæði, yfir-
tók þann rekstur og er fyrirtækið nú rekið
undir nafninu Bílaverkstæðið Rauðalæk
ehf. Enn fremur tók Trausti Runólfsson við
rekstri varahlutaverslunar og rekur hana nú
undir nafninu Varahlutir Rauðalæk ehf.
Samkomur og félagslíf
Sérfélög sveitarinnar héldu uppi félags-
og skemmtanalífi að vanda, en af stærri
samkomum öðrum má nefna Landsmót
harmonikuunnenda, sem haldið var á
Laugalandi í júní, mjög fjölmennt og vel
heppnað mót og þriggja daga samkomu
Sólstöðuhópsins sem haldin var í júlí,
einnig fjölmenn samkoma með efnismikilli
og áhugaverðri dagskrá. Bindindismótið í
Galtalækjarskógi er orðinn fastur liður í
skemmtanalífi sumarsins og ættarmótum á
Laugalandi fer mjög fjölgandi. Þá hefur
það færst í vöxt að einstakir hópar, svo
sem söng- og íþróttahópar, komi að Lauga-
landi til helgardvalar í æfingabúðir.
Hinn 24. nóvember var haldin hátíða-
guðsþjónusta í Marteinstungukirkju í
tilefni 100 ára afmælis kirkjunnar. Bisk-
upinn yfir íslandi, vígslubiskupinn í Skál-
holti og prestar úr prófastsdæminu voru
viðstaddir athöfnina, sem var fjölmenn og
hátíðleg.
Eftir guðsþjónustu var sameiginleg
kaffidrykkja á Laugalandi í boði safn-
aðarins. Þar var rakin saga kirkjunnar,
ræður fluttar og nokkur dagskráratriði
heimamanna. Á afmælisárinu var girðing
um grafreit lagfærð og endurbyggð að
hluta.
Viðurkenningar
Veittar voru þrjár viðurkenningar fyrir
snyrtimennsku og góða umgengni.
1. Sveitabýli: Viðurkenningu hlaut
býlið Þúfa.
2. Heimilisgarður: Valinn var garður
þeirra Rósmary Vilhjálmsdóttur og Þóris
Sveinbjörnssonar, Lyngási III.
4. Fyrirtæki: Viðurkenningu hlaut
hótelið á Leirubakka.
Samgöngur
Boðinn var út, undir bundið slitlag,
efsti hluti Landvegar í byggð, þ. e. frá
Galtalæk niður fyrir Fellsmúla. Sveitar-
félagið veitti fyrirgreiðslu við útvegun
lánsfjár til verksins, en því á að vera lokið
í júnímánuði 1997. Þá var einnig lokið við
frágang vegarins upp úr Holtsmúlasundi.
-221-