Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 117
Goðasteinn 1997
Ekki spillti það móttökunum, að
fljótlega urðu hjónin sammála um að
ráða snáðann til starfsins. Þar með var
svo ákveðið að ég kæmi fljótlega aftur
til að taka við embættinu. Á heim-
leiðinni velti ég því fyrir mér, hvað ég
þyrfti helst að leggja af mörkum til að
leysa starfið sómasamlega af hendi.
Margt af þeim fyrirheitum hefur ef til
vill aldrei séð dagsins ljós, enda fyrst
og fremst þá og því miður oft síðan
skort hæfileika og manndóm til að
bregðast rétt og skynsamlega við þeim
vandamálum, sem mannlífinu fylgja.
Nú er að verða um seinan að gera upp
þann reikning, eða að minnsta kosti of
naumur tími til að að betrumbæta allar
þær yfirsjónir og ágalla, sem þar hafa á
orðið.
Nú var ég sem sagt byrjaður á fyrir-
huguðu starfi undir ágætri leiðsögn
þeirra hjóna. Ekki man ég nú orðið
hvað margt var í fjósi, þó held ég að
það hafi verið eitthvað um sjö gripir,
og fannst mér það allmyndarleg hjörð
borið saman við það sem ég hafði
vanist, og verksvið mitt þar af leiðandi
allumsvifamikið í mínum augum
saman borið við vöxt og atgerfi hins
nýja fjósameistara. Og í framhaldi af
þessum hugleiðingum rann upp fyrir
mér sú staðreynd, að bæði líkamsþrek
mitt og verksvit myndu vera af svo
skornum skammti, að varla myndi
nægja til að leysa verkefni af hendi svo
sæmilegt gæti talist. Þar við bættist, að
reglusemi og vandvirkni báru öllum
verkum og hlutum á heimilinu vitni, og
mér bar einnig að tileinka mér það.
Halldóra Magnúsdóttir húsfreyja í
Snjallsteinshöfða
Mér hefur vafalaust borið að stunda
þá skólagöngu, sem þá var um að ræða
samkvæmt lögum eða reglum sem þá
giltu um uppfræðslu barna, sem þá var
hvorki fjölbreytt eða merkileg, og þá
ekki hvað síst fyrir þá sem ekki áttu því
láni að fagna að vera afkomendur betri
bænda eða sveitahöfðingja. Og þar sem
ég hafði af hvorugu að státa skildist
mér, að árangurinn af þeirri uppfræðslu
sem á boðstólum var, væri frá sjónar-
miði kennarans algjört aukaatriði fyrir
pilt eins og mig, þar sem ég var fyrst
og fremst illa gáfaður, ódæll og þar að
auki afkomandi fátækra kotungshjóna,
átti að víðsýnna manna dómi æði litla
kröfu á uppfræðslu eða menntun. Enda
hef ég aldrei fyrr eða síðar harmað það
-115-