Goðasteinn - 01.09.1997, Side 291
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Haraldur dvaldi í föðurhúsum að
Grettisgötu 29 í Reykjavík fram á
unglingsár. Heimilið fór ekki varhluta
af spönsku veikinni er geisaði í höfuð-
staðnum 1918, og dró Eggertínu stjúpu
Haraldar til dauða, en sjálfur læknaðist
hann af veikinni. Ungur réðst hann í
vinnumennsku að Kröggólfsstöðum í
Ölfusi, og tvítugur að aldri að Hrafn-
tóftum í Djúpárhreppi. Arið 1924 kom
hann vinnumaður að Odda til prests-
hjónanna séra Erlendar Þórðarsonar og
frú Önnu Bjarnadóttur. Þeim bast hann
miklum tryggðaböndum og vann búi
þeirra og heimili af mikilli tryggð og
hollustu í röskan áratug. Frá Odda lá
leið Haraldar aftur út fyrir Rangá, að
Bjólu, en svo að Brekkum í Holtum og
síðar að Hárlaugsstöðum. Einnig
stundaði hann verkamannavinnu á
Hellu um tíma, en á fyrrnefndum bæj-
um og víðar var hann vetrarmaður
löngum, en stundaði vegavinnu á
sumrin. Alls staðar gat Haraldur sér
gott orð fyrir samviskusemi, trú-
mennsku og vandvirkni, sem ein-
kenndu störf hans frá æskudögum til
elliára.
Upp úr 1950 réðst hann í sína
síðustu vist í Rangárvallasýslu er hann
fór að Dufþaksholti í Hvolhreppi til
hjónanna Ragnheiðar Ólafsdóttur og
Björgvins Guðjónssonar. Þar var hann
uns þau brugðu búi vorið 1959 og
fluttust til Þorlákshafnar. Þangað kom
Haraldur um haustið, hóf þegar störf
hjá Meitlinum h.f. þar í bæ, og átti
sem fyrr skjól hjá húsbændum sínum
frá Dufþaksholti, sem reyndust honum
ævinlega sannir vinir og velgjörðafólk.
En þessi glaðlyndi og góðhjartaði
förusveinn átti víðar hauka í horni, og
raunar allsstaðar þar sem hann kom og
kynnti sig átti hann vinum að mæta.
Árum saman átti hann lögheimili og
fastan samastað í tilverunni hjá hjón-
unum Guðna Jónssyni og Þórunni
Jónasdóttur á Hellu, sem reyndar voru
honum alls óvandabundin, en ólu önn
fyrir honum af sönnum náungakær-
leika allt þar til yfir lauk.
Eftir tveggja áratuga starf hjá
Meitlinum í Þorlákshöfn árið 1980
hlaut Haraldur að leggja árar í bát,
enda stóð hann þá á áttræðu. Enn lá
leið hans í faðm fjalla hins fagra,
gamla Rangárþings, og nú að Hellu,
þar sem hann settist að á Dvalar-
heimilinu Lundi. Þar undi hann glaður
hag sínum, brosmildur og blíður á
manninn eins og jafnan, en hin síðari
ár tekinn að mæðast mjög af hrum-
leika ellinnar. Einkum háði honum
heyrnarleysið, sem einangraði hann
smám saman frá skarkala og glaðværð
heimsins, sem honum var löngum kær
og verð eftirsóknar. Á Lundi naut Har-
aldur hinnar bestu aðhlynningar allt til
enda, og vann hugi og hjörtu heimilis-
fólks og starfsmanna. Haraldur lést á
Lundi 17. nóvember 1996, 96 ára að
aldri og var til grafar sunginn í Odda
hinn 23. nóvember.
Séra Sigurður Jónsson í Odda
-289-