Goðasteinn - 01.09.1997, Side 304
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
fundið að hann gekk ekki heill til skóg-
ar. Hann gekk til verka fram á síðasta
dag. Kallið kom skjótt, - hann andaðist
á heimili sínu 13. nóvember 1996 og
var jarðsettur í Skarðskirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla
Kristín Sæmundsdóttir í Mið-
Mörk
Kristín fæddist 13. nóvember 1912
foreldrum sínum, hjónunum Sæmundi
Einarssyni og Guðbjörgu Maríu Jóns-
dóttur í Stóru-Mörk. Hún var fjórða
elst í 14 systkina hópi, en nú eru níu
þeirra eftir lifandi. Heimili þeirra í
Stóru-Mörk var eitt af stærstu heim-
ilum sveitarinnar, menningarheimili,
þar sem hreppstjórinn og búnaðar-
félagsformaðurinn bjó sínu myndar-
búi. Þarna var oft gestkvæmt og marg-
ir báðu um fylgd inn í Þórsmörk á
sumrin.
Kristín var ung mikið í útiverkum.
Hún var ætíð heima utan einn vetur
þegar hún fór til starfa að Hemlu, og
svo sótti hún námskeið til Árnýjar
Filippusdóttur í Fellskoti, þar sem
ungar konur lærðu hannyrðir til við-
bótar sínu heimanámi.
Hún kynntist í sveitinni Sveinbirni
Gíslasyni frá Nýlendu, sem hafði
lengstum átt sitt heimili í Núpakoti.
Þau giftu sig 1944 og hófu það ár
saman búskap í Mið-Mörk sem þau
keyptu að hluta af Valtý Sæmundssyni,
sem hafði byggt nýtt íbúðarhús. Húsin
rúmuðu ekki stóran bústofn, innan við
10 nautgripi og 100 kindur. Það var
bústofninn sem varð að framfleyta
heimili þeirra alla tíð.
Börnin fæddust hvert af öðru:
Sæmundur, Sigurjón, Guðrún, Guð-
björg, Sigurbjörn sem lést rúmlega
ársgamall, Sigurbjörn, Guðmundur,
Gísli og Ásta.
Kristín var húsmóðirin, hin hóg-
væra kona að baki manns síns, hinn
hjartahreini friðflytjandi í lífi sínu,
alltaf ánægð með sitt hlutskipti. Hún
var húsmóðirin, sem var alltaf sístarf-
andi og gékk síðust til náða á kvöldin,
þegar þau verk voru unnin sem ekki
hafði unnist tími til. Börnin og heimil-
ið átti hug hennar, einnig uppeldisdótt-
irin Ásgerður Ásmundsdóttir.
Árin liðu og börnin fóru smátt og
smátt að heiman og stofnuðu sín heim-
ili. Jörðin var þurrkuð og ræktað land
var aukið og útihús byggð upp og
þannig lagður grunnur að hámarksnyt-
um bústofnsins sem bú þeirra hafði
alla þeirra búskapartíð. Árið 1975 tók
Sigurjón sonur þeirra við búinu, fyrst
með þeim en síðar alveg með konu
sinni, Jónu Gerði Konráðsdóttur frá
-302-